Færsluflokkur: Lífstíll
23.4.2009 | 23:54
Gleðilegt sumar
Þetta er bara svo óskaplega fallegt að það verður aldrei of oft kveðið
Dagný
Er sumarið kom yfir sæinn
og sólskinið ljómaði um bæinn
og vafði sér heiminn að hjarta,
ég hitti þig, ástin mín bjarta.
Og saman við leiddumst og sungum
með sumar í hjörtunum ungum,
hið ljúfasta, úr lögunum mínum,
ég las það úr augunum þínum.
Og húmi um heiðar og voga,
mun himinsins stjörndýrð loga
um ást okkar, yndi og fögnuð,
þó andvarans söngrödd sé þögnuð.
Lag og texti: Sigfús Halldórsson / Tómas Guðmundsson
Já þetta er fallegt og gott að njóta þess bæði að hlusta á og syngja með.
Megi sumarið verða okkur öllum gæfuríkt og gott.
Lífstíll | Breytt 24.4.2009 kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2009 | 00:37
Ekki samlyndir flokkar
Trúin á Evrópusambandið er á við sterkustu kreddutrúarbrögð. Samfylkingin heldur greinilega að Ísland komist í himnaríki ef við göngum í bandalagið. Vinstri græn stappa niður fæti og segjast ekki tilbúin. Segðu ekki nei segðu kannski kannski kannski, dettur mér í hug.
Atli Gíslason, þingmaður VG, sagði á borgarafundi Ríkisútvarpsins á Selfossi í kvöld, að flokkurinn væri ekki tilbúinn að hefja viðræður um aðild að Evrópusambandinu strax í júní.
Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði á borgarafundinum, að það væri hans bjargfasta skoðun, að stjórnarsamstarf eftir kosningar komi ekki til álita nema Evrópumálin verði leyst.
En þetta segir allt sem segja þarf um samstarf Vg og Sf ef til stjórnarmyndunar kemur hjá þeim.
Og reyndar þykir mér alls ekki fýsilegt að fá flokk til valda sem boðar launalækkun og skattahækkun.
VG ekki tilbúinn í aðildarviðræður í sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2009 | 23:16
Brennið þið vitar
Það er gaman að skoða vita. Mikill fengur var að fá bókina : Vitar á Íslandi Leiðarljós á landsins ströndum 1878 - 2002. Að bókinni unnu Guðmundur Bernódusson, Guðmundur L. Hafsteinsson og Kristján Sveinsson og Siglingastofnun Íslands gefur hana út.
Í formála skrifar Hannes Guðjónsson, forstjóri Siglingar-stofnunar Íslands: Ekki þarf að vera í vafa um öryggis- og samfélagshlutverk vitaþjónustunnar. Ljós vitana leiddu skip heil til hafnar og tengdu byggðarlög og landshluta saman með því að vísa strandferðaskipunum veginn og hvert og eitt hérað á sína vita sem nú eru sýnilegur hluti af menningararfi okkar Íslendinga.
Þó að ný tækni hafi að sumu leyti komið í stað vitana halda þeir hlutverki sínu og mikilvægi.
Bjargtangaviti, sem er hér á mynd er yst á Bjargtöngum á Látrabjargi. Skilti með áletrun er utan á vitanum.
Gott væri að þjóðin fengi vita til að vísa sér veginn í komandi kosningum. Ekki veitti af og þá væri ekki síðra að drottinn sýndi okkur elsku sína með því að vísa okkur skrefin að kjöri sem færir okkur góða, sanngjarna og heiðarlega ríkisstjórn.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2009 | 21:54
Kosningar um hvað?
Stutt er til kosninga.
Harla lítið er lagt fram um fyrirætlanir/aðgerðaráform flokkana, sem bjóða fram.
Umræðan snýst um styrki til flokka og virðist ætla að kæfa alla aðra umræðu, sem vafalaust væri þarfari núna.
Mér líst illa á skattahækkanir á almenning í landinu. Það skilar litlu fé í ríkiskassann en veldur miklum þrengningum hjá hinum almenna skattgreiðanda. Sem endar því miður með auknum kostnaði ríkisins þegar fólk hrynur niður fjárhagslega og á annan hátt.
Mér finnst lítil áhersla lögð á hag barna í þessu landi. Nú þegar verulega harðnar á dalnum þarf að taka sérstaklega vel eftir hvað gera skal til bjargar börnunum. Hvað er hægt að gera betur í skólunum. Einelti virðist fara í vöxt. Og enginn hefur neina lausn á slíkum vanda. Gerendur halda áfram í skólanum en þolendur flýja.
Boðuð hefur verið fækkun á starfsmönnum í skólum, lausráðnum og fólki með tímabundinn samning. Þetta fólk er sennilega það sem mest vinnur með börnunum í frímínútum og frítímum. Ef því fækkar hlýtur hættan á einelti að aukast. Minna eftirlit og samskipti við börnin hlýtur að kalla á slíka hættu.
Það þarf svo sannarlega að huga vel að því hvar og hvernig er sparað.
Mér þætti fengur að því að fá að vita hvað hver flokkur leggur áherslu á. Hvaða raunverulegu sparnaðaráform hver flokkur hefur á sínu plani og hverju við eigum von á.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2009 | 21:33
Aldrei, aldrei Kárahnjúkavirkjun
Þar fer kona sem ég get ekki borið virðingu fyrir.
Valgerður hefði betur búið áfram á Lómatjörn og ræktað kartöflur fyrir neytendur.
Hennar ferill er lagður ákvörðunum sem hafa spillt náttúru Íslands á þann veg sem aldrei, aldrei gleymast.
Og aldrei verða teknar til baka.
Valgerður kvaddi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2009 | 20:46
Gálgahraun, Klettahraun og Garðahraun
Í Morgunblaðinu í dag, 4. 04. 09 skrifar Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður þarfa grein um fyrirhugaðar vegaframkvæmdir vegna lagningar nýs Álftanesvegar: Einstök náttúruperla eyðilögð?.
Gunnsteinn bendir réttilega á að hraunið, sem fórna á undir veginn sé stórbrotið. Þar finnast á þriðja hundrað plöntutegundir. Fuglalífið er fjölbreytt. Þar eru merkar minjar um gönguleiðir, sem minna á sögu Bessastaða eins og Gunnsteinn segir m.a. í grein sinni. Menn hafa yndi af gönguferðum og fræðsluferðum um þetta svæði.
Lesið endilega greinina hans Gunnsteins (Mbl. 4.04.09. bls. 38).
Nú liggur fyrir að Vegagerðin hefur boðið út lagningu þessa nýja vegar.
Framkvæmdir þessar munu valda gífurlegum spjöllum. Hraunið verður skorið í sundur þvers og kruss.
Spurt er: Hvers vegna er ekki látið gott heita að endurbæta gamla veginn?
Þessi vegaframkvæmd hefur lengi legið fyrir. Mér hefur verið ráðgáta hvers vegna þarf að æða yfir ægifagurt, minjum prýtt hraun í stað þess að notast við vegarstæðið sem fyrir er. Það er bara ekki forsenda fyrir slíkri eyðileggingu.
Auk þess ættum við að hafa gert okkur grein fyrir því nú að það liggur bara ekki svona óskaplega mikið á. Við komumst leiðar okkar þó ekki sé ekið á 90 km hraða alla leið.
Eins og minn góði stærðfræðikennari í MA sagði gjarnan: Festina lente!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2009 | 12:04
Hvað er að gerast undir Jökli?
DV flutti frétt í gær um framsækið fyrirtæki:
DV hefur komist yfir einkaréttarsamninginn til 95 ára sem Snæfellsbær gerði við Iceland Glacier Products vegna vatnsréttinda á Rifi. Samkvæmt honum fékk Snæfellsbær milljón hluti í móðurfélaginu, Iceland Glacier Products S.A., sem er skrásett í Lúxemborg. Félagið sem um ræðir leikur langstærsta hlutverkið í stórfelldu fjármálamisferli sem teygir sig til Cayman-eyja.
Snæfellsbær fékk milljón hluti í félaginu Iceland Glacier Products S.A þegar bæjarstjórnin samþykkti einkaréttarsamning á vatnslindum til næstu níutíu og fimm ára. Þetta er meðal þess sem stendur í samningnum sem DV hefur nú komist yfir og er undirritaður af Kristni Jónassyni, bæjarstjóra Snæfellsbæjar, og Otto Robert Spork, eiganda félagsins."
Ekki líst mér á þessa frétt.
Og þarna trónir forsetinn okkar, Ólafur Ragnar Grímsson. Með honum á fréttamynd í blaðinu eru Otto Spork, Ásbjörn Óttarsson, Sverrir Pálmarsson og. fl.
Skv. DV er Otto Spork grunaður um stórfelld fjármálamisferli í heimalandi sínu (Kanada).
Og ekki bætir úr að forsvarsmenn Snæfellsbæjar þegja þunnu hljóði: Sögðu samninginn trúnaðarmál. Og eiginlega er öllu verra ef rétt er hjá DV "Ásbjörn mundi reyndar ekki eftir því hvað stæði í samningnum þegar blaðamaður hafði samband." .
Mér finnst ég hafa upplifað þetta áður.
Ætla menn aldrei að læra?
Lífstíll | Breytt 28.3.2009 kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.3.2009 | 23:05
Darri námshundur
Litli hvolpurinn hann Darri frá Kanastöðum var að útskrifast úr hvolpadeild Hundaræktarfélags Íslands. Einkunn 8,5. Það ríkir ánægja með þennan gáfaða hvolp hér á heimilinu. Þó verður að viðurkenna að fáeinir þættir uppeldisins mættu betur fara en þetta kemur allt með tímanum.
Eitt er alveg ljóst. Darri er skemmtilega klókur seppi. Fljótur að læra og snöggur að tileinka sér það sem hann lærir.
Á móti kemur að hann er nokkuð frekur og fylginn sér. Það sem Darri óskar sér er aðalatriðið í hans huga. ( Þekkjum við þetta ekki öll?) Og hann er svo sjarmerandi að maður lekur niður fyrir honum. Sem er auðvitað alrangt, uppeldislega sérð. En þetta er alltað koma!
Og Darri er ótrúlega blíður og góður með augu sem bræða kaldan stein.
Myndin af Darra er tekin af Matthíasi Kristinssyni
Lífstíll | Breytt 27.3.2009 kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2009 | 22:15
Hvað felldi SPRON?
Hvað varð eiginlega SPRON að falli? Tóku þeir lán til að lána? Og gátu ekki staðið við það? Eða hvað, hvað?
Hvers vegna heldur BYR áfram? Hver á að borga? Eiga þeir sem fengu arð á s.l. ári að skila ?
Hvers vegna ætti þjóðin að borga fyrir BYR þegar sá sjóður hafði getu til að greiða milljarða í arð á s.l. ári. Voru þetta bara svindl og prettir eins og allt annað í bankabransanum?
Tilfinningaríkur fundur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.3.2009 | 23:42
Hvaða flokkur er heiðarlegur?
Okkur kjósendum er mikill vanda á höndum í komandi kosningum.
Eiginlega er engum flokki treystandi eins og málin snúa við mér og fleirum, sem ég hef rætt við.
Framsókn, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur eru nánast búin að senda þau skilaboð til okkar að þeim sé alls ekki treystandi. Allir þessir flokkar eru hreinlega í svo djúpum skít að ekki er hægt að treysta þeim.
Vinstri græn hafa komið sér sérkennilega vel frá því að vera í forinni með hinum. En hvað bjóða þau uppá? Stórfelldar skattahækkanir ef þau halda ríkisstjórnarsætum sínum , er ég hrædd um. Það er t.d. undarlegt eftir öll stóru orðin að verkin hafa bara ekki verið látin tala.
Verk núverandi ríkisstjórnar eru
Nr. 1. Koma seðlabankastjóra frá.
Nr. 2. Bann nektardansstaða o.s.frv.
Eiginlega finnst mér eins og þau hafi ákveðið að slá skjaldborg um bankabandíttana en ekki um heimilin í landinu.
Hvar er aðgerðaráætlun þessarar ríkisstjórnar, sem nú hreykir sér á valdastólum?
Af hverju koma þau ekki þeirri áætlun til okkar? Er hún kannski ekki til? Eða telja þau ekki við hæfi að gera grein fyrir henni fyrir kosningar? Á að ráðast til atlögu við okkur þjóðina eftir kosningar? Þegar ekki verður aftur snúið?
Vonast þau eftir því að komast til valda til án þess að gera grein fyrir sínum áformum?
Frjálslyndi flokkurinn er of sundurlaus til að hægt sé að taka hann alvarlega. Því miður.
Nýr flokkur kemur ekki sterkt fram og þó ég hugsi um hans boðskap þá þori ég ekki að treysta honum.
Þat es helnauð en vér verðum hylja harm.
Tvö atkvæði á hvern mann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 19.3.2009 kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)