Færsluflokkur: Lífstíll
6.3.2009 | 22:06
Ungur knapi á hestbaki
Trostan og pabbi hans komu í heimsókn í hesthúsið í dag. Erindið var að líta á hestana og fá að fara á bak. Bara örstutt í gerðinu enda er ungi maðurinn bara tveggja ára og var í fyrsta skipti að prófa að setjast í hnakkinn. Hann horfði á hestana í gerðinu og valdi Geisla. Benti á hann og sagði:. Þennan hest. Nokkuð skemmtilegt því Geisli er sérlega barnvænn hestur. Og frábær reiðhestur.
Matthías, Trostan, Geisli og amma Auður
Og hér er önnur af litla knapanum
Myndir tók Kristinn Vilhelmsson
Lífstíll | Breytt 9.3.2009 kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.3.2009 | 23:23
Kolbrún skrifar
Nú gagnrýna margir Kolbrúnu Bergþórsdóttur blaðamann á Mogganum. Hún skrifar ekki alltaf eins og öllum líkar. En er ágætlega einlæg í skrifum sínum. Kolbrún skrifaði nýlega harkalega um Frjálslynda flokkinn og konur þar á bæ hafa sent mótmæli við þeim skrifum hennar.
Nú verð ég að taka undir þessar athugasemdir. Það er ósanngjarnt að níða þennan flokk niður sérstaklega fremur en aðra flokka í landinu.
Í lýðræðisríki eiga allir rétt á að tjá sig um skoðanir sínar. Flokkarnir líka.
Sumir eru á móti kristinni trú í landinu. Menn hafa svo mismunandi skoðanir á svo mörgum hlutum: Íslenska kúakyninu, skógrækt, lúpínu, erlendum trjám á Þingvöllum, trúboði í skólum, sölu áfengis í matvöruverslunum, opnunartíma vínveitingastaða, friðlýsingu landsvæða, virkjunarleyfum, hjónabandi homma, hjónabandi lesbía og svo má lengi telja.
Kolbrún má og á að hafa sinn rétt til að skrifa um allt það sem henni dettur í hug. Hún á að hafa það í huga alltaf að allt það sem hún skrifa um er lesið og um það hugsað. Þess vegna á hún að vanda sig enn betur. Sanngjörn gagnrýni er holl.
Kolbrún er blaðamaður á stóru og virtu blaði, sem við mörg höfum óskir um að haldi áfram að koma með skynsamlegar og víðsýnar skoðanir á mönnum og málefnum.
Gangi þér vel, Kolbrún. Mér hefur ætíð fundist þú bæði klár og skemmtileg.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2009 | 14:41
Undarleg framkoma
Þetta er stórundarleg framkoma við þá sem stóðu að stofnun Íslandshreyfingarinnar og voru á listum hennar í síðustu kosningum.
Hvernig dettur þessu blessuðu fólki í hug að menn sætti sig við að nokkrar menneskjur ákveði fyrir hönd þeirra sem skráðir eru í flokkinn að hreyfingin verði undirdeild í samfylkingunni?
Stjórnin, hver og einn stjórnarmaður getur fyrir sitt leyti heitið sf fullum stuðningi í komandi kosningum en svona vitleysa er út í hött.
Það verður hreinlega að leggja þennan flokk niður, afskrá hann en ekki, alls ekki gera hann að undirdeild í öðrum flokki.
Ég tel það yfirgang og tillitsleysi að bendla fólk sem var á listum flokksins við annan stjórnmálaflokk eins og stjórnin gerir nú.
Íslandshreyfingin verður aðili að Samfylkingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2009 | 21:08
Græðgissetur á Veiðilæk
Sumarbústaður Sigurðar Einarssonar, sem er í byggingu á Veiðilæk í Norðurárdal, liggur undir skemmdum. Vinna hefur legið niðri um nokkurt skeið og enginn veit hvað/hvort eitthvað verður að gert. Þarna eru mikil verðmæti sem farið gætu forgörðum ef ekki verður gripið í taumana.
Sigurður er sennilega ekki í aðstöðu til að gera neitt í þessu eins og hans mál virðast standa. Mér datt í hug fyrir nokkru að þarna væri verkefni fyrir íslensku þjóðina. Að taka við þessu stórhýsi og byggja upp Græðgissetur.
Minjasetur um íslenska auðmenn og bankamenn og aðra sem hruninu mikla tengjast og voru þess valdandi. Í húsinu gætu verið vaxmyndir af auðmönnunum, tónlist tengd viðburðum sem þeir stofnuðu til. Sögur í máli og myndum um þeirra gjörðir. Menn gætu staldrað við vaxmynd af tilteknum auðmanni og ýtt á takka sem gefur samband við myndband og annað sem veitir upplýsingar í máli og myndum.
Tónlist Elton Johns t.d. gæti verið sem "lyftutónlist" í bakgrunni og drunur í þotum af og til. Líka mætti láta myndband rúlla þar sem sýnd eru hús og fyrirtæki sem tengjast þessum svikahröppum og þar koma fram upplýsingar um hvernig þeir tæmdu fyrirtækin og komu sér og sínu illa fengna fé fyrir í dótabúðum og öðrum búðum og fyrirtækjum í útlöndum. Og á eyjum eins og Tortola. Via Luxemborg.
Græðgissetrið gæti verið í tengslum við Landnámssetrið í Borgarnesi því þar er hæfileikaríkt fólk, sem gæti auðveldlega byggt upp áhrifamiklar leiksýningar um hvernig græðgin fer með menn og veldur heilli þjóð ósegjanlegri kvöl, skömm og pínu.
Borgfirðingar fengju verkefni að vinna að og ferðamenn kæmu frá öllum heimshornum til að skoða þessa einstöku sýningu á því sem við landarnir fengum að kenna á og skall á okkur haustið 2008.
Lífstíll | Breytt 6.3.2009 kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.2.2009 | 14:38
Feigðarför forsætisráðherra
Össur talar um háskaför: "Segir Össur, að Höskuldur sé lagður af stað í háskalega för og það sé illt afspurnar fyrir Framsóknarflokkinn að hann sé lagstur í vörn fyrir seðlabankastjóra."
Hvers vegna er þessi árátta gagnvart seðlabankastjóra? Hvað gerir Sf þegar DO er farinn úr seðlabankanum. Hvað heldur þá öllum litlu flokksbrotunum saman. Einhver talar um að Davíð sé límið sem heldur samfylkingunni saman. Held að það sé rétt.
Minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er með eitt verkefni nú: að koma Davíð Oddssyni frá. Á meðan verður allt annað að bíða "betri tíma".
Framsóknarmenn fá aldeilis að heyra ljót orð fyrir "svikin" og Höskuldur má sitja undir því að sumir fréttamenn tala um hann sem svikara.
Mér virðist sem ríkisstjórnin hennar Jóhönnu sé í feigðarför. Henni er að fatast flugið og það logar í hreyfli. Farþegarnir hafa fulla ástæðu til að óttast. Hatrið hefur völd og það kann ekki góðri lukku að stýra.
Höskuldur í háskaför | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.2.2009 | 11:55
Er Baldur blankur?
Hver er ábyrg Baldurs gagnvart Eimskip? Voru ekki ofurlaunin vegna gríðarlegrar ábyrgðar sem hann hlaut að bera í starfi sínu? Þessi fáránlegu laun sem öllum almenningi blöskrar að horfa á. Og nú bera hann að eigin sögn bara alls ekki ábyrgð: "Stjórn Eimskips beri ábyrgð á öllum fjárfestingum vegna verkaskiptingar stjórnar og stjórnenda. Hann eigi því skýlausan rétt á því að Eimskip greiði honum umsamin laun"
Þetta er einum of mikið að lesa svona mitt á milli þess sem maður les og heyrir um fólk sem er að missa vinnu, heimili og þarf að biðja um mat hjá hjálparstofnunum.
Kallast þetta ef til vill svo rosalega 2007. Er græðgi ekki "out" nú þegar við sjáum hvernig sú leiða kennd leikur fólk sem dregur með sér heila þjóð í fallinu.
Krefst 158 milljóna í vangoldin laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.2.2009 | 19:14
Helgi með sonarsyni
Góðri helgi er að ljúka. Sonarsonur var í næturgistingu. Það var ánægjuleg heimsókn. Drengurinn er bæði skemmtilegur og skýr. Og sjónvarpsefni sem ekki endilega hefur vakið athygli manns var á skjánum lengi, Teletubbies. Bráðskemmtilegt og tónlistin er líka ágæt. Menn ku hafa rætt um að bláa fígúran sé hommaleg. Ég skoðaði því þann gaur sérstaklega án þess að verða nokkru nær. Og reyndar skiptir það litlu máli. Við skemmtum okkur dável við að horfa og hlusta í góða stund.
Bubbi byggir er líka vinsælt efni. Drengur syngur með og er ágætlega lagviss.
Líka var sungið utan dagskrár:
- Krummi krunkar úti,
- kallar á nafna sinn:
- Ég fann höfuð af hrúti
- hrygg og gæruskinn.
- ::Komdu nú og kroppaðu með mér,
- krummi nafni minn.::
Þegar foreldrarnir komu var sagt frá atburðum og söng. Þau höfðu hvorugt sungið með honum þessa vísu en hann kunni hana samt svona nokkurn veginn. Þetta hefur piltur lært í leikskólanum og það þykir mér flott.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2009 | 12:06
Kaldir vindar næða
Leit á google.com að Davíð Oddsson leiddi í ljós gríðarlega mikla umfjöllun um þann ágæta mann.
Eða eins og kom fram á síðunni: Niðurstöður 1 - 10 af um það bil 343.000 íslensku síðum fyrir Davíð Oddsson.
Til samanburðar fletti ég upp Ólafi Ragnari Grímssyni forseta og þetta kom í ljós: Niðurstöður 1 - 10 af um það bil 134.000 íslensku síðum fyrir Ólafur Ragnar Grímsson.
Eitthvað er það sem kallar á athygli þegar Davíð er annars vegar. Fólk virðist hafa mikla þörf fyrir að fylgjast með og tjá sig um hann, bæði lofa hann og lasta. Undanfarna mánuði hefur þó umræðan um manninn Davíð Oddsson farið gjörsamlega úr böndum. Mér reiknast til að það verði að telja einelti, sem á manninum hefur dunið. Og það óskaplega ljótt einelti. Setið hefur verið um heimili hans, vinnustað, hann eltur hvert sem hann fer og allar hans gjörðir vaktaðar. Meira að segja það eitt að hann klappað'i nágrannaketti á leið inn á heimili sitt varð tilefni blaðagreina og viðtala við eiganda kattarins.
Ekki það að mér fannst gaman að sjá fjallað um köttinn. Enda kattavinur og kattaeigandi rétt eins og Davíð hefur löngum verið.
Það er andstyggilegt þegar ein manneskja er lögð í einelti af stórum hópi fólks.
Allir sem taka þátt í slíku ættu að skammast sín.
Málefnaleg umræða á fullan rétt á sér. Ofsóknir sem þessar leiða til ills eins.
Ég vona svo sannarlega að þessu linni sem fyrst.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2009 | 17:35
Fallegt lag og texti
Í tilefni dagsins rifja ég upp einn eftirlætistextann minn frá því ég var í MA fyrir fáeinum árum síðan. Í dag á ég afmæli og er alveg hissa á því hve árin líða hratt og eru orðin mörg.
"Till There Was You"
Made popular on the top 100 charts by The Beatles 1963
Originally written by Meredith Willson for the Broadway musical The Music Man in 1957 - later made into a movie in 1962.
from The Music Man, by Meredith Wilson
There were bells....on the hill,
but I never heard them ringing
No, I never heard them at all,
Till there was you.
There were birds in the sky,
but I never saw them winging,
no, I never saw them at all
Till there was you.
And there was music,
and there were wonderful roses,
they tell me, in sweet fragrant
meadows of dawn and dew.
There was love, all around
but I never heard it singing,
no, I never heard it at all
Till there was you.
Then there was music and wonderful roses
they tell me, in sweet fragrant meadows
of dawn and dew
There was love all around
But I never heard it singing
No, I never heard it at all
Till there was you
Till there was you
Rómantiskt og ljúft lag með Bítlunum. Ó já, "Those were the days!"
Og nú sé ég fugla allsstaðar og heyri þá syngja sem aldrei fyrr. Skógarþrestir, svartþrestir, gráþrestir, auðnutittlingar, starrar og krummar hafa sungið afmælissönginn fyrir mig í dag. Flottur söngur. Og fallegur dagur.
Segi bara eins og Bubbi: L'ifið er ljúft
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2009 | 19:20
Bæn Jóhönnu og höfnun Davíðs
"Alþingi hefur nýlega í góðri sátt skipað rannsóknarnefnd um
aðdraganda bankahrunsins. Hvers vegna treystir ráðherrann sér ekki til
að biða álits þeirrar nefndar? Hvers vegna i ósköpunum ætti
bráðabirgðastjórn sem þessutan er minnihlutastjórn að ganga svo til
verks einsog gert er? Engar frambærilegar skýringar hafa verið gefnar á
þvi. Þá sitja eftir hinar óframbærilegu."
Ofangreint kemur fram í svarbréfi DO til forsætisráðherra.
Þessi spurning á fullkomlega rétt á sér.
Hins vegar er ég hrædd um að ekki verði auðvelt fyrir seðlabankastjóra að sinna sínum störfum við þessi skilyrði.
Davíð segir ekki af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 9.2.2009 kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)