Færsluflokkur: Lífstíll
27.5.2009 | 23:07
Verkkvíði
Þjáist nýja stjórnin af verkkvíða?
Ekki ólíklegt.
Það var fyrirsjáanlegt að vandræðagangur myndi einkenna þessa stjórn.
Hvorugur flokkurinn sem myndar þessa núverandi stjórn lagði upp með skýr skilaboð til okkar um hvernig björgunarbeltin ættu að virka. Og hvað þá um súrefnisgrímurnar.
Flugvélin hefur brotlent á úfnum sjó og bátarnir reynast lekir.
Hjálp, hjálp!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2009 | 22:29
Enn þjáist þjóðin
Ekki hafa orðið miklar framkvæmdir/aðgerðir til bjargar okkur almenningi af hálfu nýrrar ríkisstjórnar. Enn mega fjölskyldur glíma við lán, sem hækkað hafa um margar milljónir og krafan er að borga strax.
Eignirnar lækka í verði meðan lánin sem á þeim hvíla hækka og hækka.
Hvar er réttlætið?
Hvers megum við að vænta?
Hvað á íslensk þjóð skilið?
Við tókum lán. Það er rétt. Til hinna ýmsu hluta. Flest þó til fasteignakaupa eða til kaupa á nýjum/notuðum bíl.
Menn höfðu reiknað út hve mikið þeir treystu sér til að nota af tekjum sínum í þessar skuldbindingar. Og ófáir höfðu bankasérfræðinga með sér í lántökunum og útreikningunum.
Þeir útreikningar eru einskis virði nú. Skuldunautarnir mega taka á sig allar byrðarnar. Lánadrottnar eru verndaðir gegn öllu illu. Þá má ekkert vont henda.
Hvers vegna eru þessi lán svona algjörlega einhliða?
Hvers vegna þarf eingöngu sá sem tekur lán að líða? Ekkiert tap hjá þeim sem lánar? Mætti ekki reyna að jafna þessar byrðar?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2009 | 22:48
Maí, vor og von
Þessi mánuður, maí, er svo rómantískur og þrunginn gleði. Fuglarnir syngja ástarljóð sín, plöntur blómstra, lömbin koma í heiminn, unglingarnir fagna prófáfanga, litlu börnin hjóla sína fyrstu ferð með stuðningi pabba eða mömmu eða eldri systkina .. veiðmenn stand í vatni næstum upp að hálsi. Hestamenn kemba hesta sína og baða svo glampar á feldinn. "Folöldin þá fara á kreik og fuglinn syngur, og kýrnar leika við hvurn sínn fingur" (H.K.Laxness)
Heinrich Heine samdi ljóðabálkinn Dichterliebe. Stórkostleg ljóð. Hér eitt um mánuðinn maí:
Im wunderschönen Monat Mai,
Als alle Knospen sprangen,
Da ist in meinem Herzen
Die Liebe aufgegangen.
Im wunderschönen Monat Mai,
Als alle Vögel sangen,
Da hab ich ihr gestanden
Mein Schnen und Verlangen.
Það er hrein nautn að hlýða á þessi ljóð sungin. Fyrir langa löngu eignaðist ég plötu með Dietrich Fischer-Dieskau bariton, undirleikari Jörg Demus. Mikið spiluð plata. Mig langar mjög að eignast nýja útgáfu á geisladiski. Þá verður sennilega annar söngvari og annar undirleikari. Bara gaman að bera saman.
Kannski verður nýja stjórnin nefnd maístjórnin þegar tímar líða fram. Vonandi veit það á gott.
En þetta með sykurskattinn er nú ekki beinlínis gáfulegt.
Ögmundur er samt búinn að stand sig ágætlega eins og t.d. með st. Jósefsspítala eða hvað? Hvernig fór það eiginlega.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2009 | 14:25
Jóhanna syngur, Jóhanna ræður
Jóhönnur eru á toppnum þessa dagana. Jóhanna Sig á forsætisráðherrastólnum og Jóhanna Guðrún á sviðinu í Moskvu þar sem Eurovision söngvakeppnin fer fram.
Gaman að líta nánar á þetta nafn: Jóhanna, útlent tökuheiti, upphaflega hebreskt, en mun hafa borist hingað úr dönsku. Hefur tíðkast hér síðan á 17. öld. Árið 1910 var Jóhanna áttunda algengasta kvenmannsnafn hér á landi. (Hermann Palsson. Íslensk mannanöfn)
Draumanafnið Jóhanna þýðir: Afar gott tákn í draumi, gæfuríkir tímar blasa við. (Draumarnir þínir Draumaráðningabók. Þóra Elfa Björnsson tók saman)
Kjóllinn hennar Jóhönnu Guðrúnar er umtalsefni nú. Með réttu. Þetta er óskaplega óklæðileg flik og mikil synd að setja utan á þennan fallega kropp. Sverrir Stormsker talar um blessaðan kjólinn sem helbláa blúndugardínuafganga á bloggi sínu og bætir um betur með að líkja honum við bolluvönd.
Hvað um dressið þá er vonandi að Jóhönnu Guðrúnu gangi vel og við fáum að njóta þessa að sjá hana og heyra.
Jóhanna Sigurðardóttir flugfreyja og forsætisráðherra er komin með nýja áhöfn. Mönnum hefur verið skipt út. Ásta Ragnheiður m.a. var látin víkja. Mér finnst það að mörgu leyti leitt. Ásta hefur látið sig velferðarmál varða um árabil. Þetta ráðuneyti hæfði henn vel.
Þetta er alls ekki óskaríkisstjórnin mín. Hins vegar óska ég henni velfarnaðar og vona að nú verði stefnt á góðar gjörðir í þágu allra.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2009 | 23:06
Farfugladagurinn og Bessastaðahringurinn
Auglýsing:
Alþjóðlegi farfugladagurinn 9. maí 2009
Haldið verður upp á alþjóðlega farfugladaginn á Álftanesi næstkomandi laugardag, 9. maí. Boðið verður upp á gönguferð og fuglaskoðun, leiðbeiningar um fuglaljósmyndun og ýmsar upplýsingar um fugla, ferðir þeirra og farleiðir og um náttúru Álftaness.
Umhverfisráðuneytið, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Sveitarfélagið Álftanes, Fugla- og náttúruverndarfélag Álftaness og Fuglavernd halda sameiginlega upp á daginn.
Dagskrá
- 13.00 16.00. Upplýsingastöð í Álftanesskóla. Aðgengilegar verða upplýsingar um fugla, flug og farleiðir þeirra, fuglalíf og náttúru á Álftanesi, friðlýsingu Skerjafjarðar og Álftaness og dagskrá farfugladagsins.
- 13.00 14.00. Kynning á fuglaljósmyndun í Álftanesskóla. Félagar í Fuglavernd fara yfir helstu atriði við ljósmyndun fugla og veita grunn leiðbeiningar. Farið verður í stutta göngu að Kasthúsatjörn þar sem hugað verður að fuglaljósmyndun og nokkrar myndir teknar.
- 13.00 14.00. Fuglaskoðun og leiðbeining um greiningu fugla við Bessastaðatjörn (við bílastæði hjá Bessastaðakirkju). Félagar í Fuglavernd leiðbeina og aðstoða þátttakendur við greiningu og fuglaskoðun. Gott er að mæta með sjónauka.
- 14.20 - 16.00 Gönguferð og fuglaskoðun umhverfis Bessastaðatjörn í fylgd félaga úr Fugla- og náttúruverndarfélagi Álftaness og félaga úr Fuglavernd til að fræðast um Álftanes og til fuglaskoðunar. Lagt af stað frá Álftanesskóla.
Við nýttum okkur þessa frábæru dagskrá. Sérlega gaman að taka þátt.
Umhverfisráðherrann okkar, Kolbrún Halldórsdóttir flutti ávarp og mér finnst eftirsjá í þeirri konu úr ráðuneytinu. Hún er ein af þeim sem láta verkin tala. Og er heiðarlegur stjórnmálamaður.
Það var genginn hringurinn um Bessastaðatjörn. Bara þó nokkuð góð ganga. Kristinn Guðmundsson og Einar Þorleifsson leiðbeindu okkur og voru afskaplega skemmtilegir og auðvitað fróðir með eindæmum. Við sáum heilmargar fuglategundir, þar á meðal óðinshana, minn fyrsta í ár , á Breiðabólstaðatjörn, margæsir, sem eru aðalfuglarnir nú þarna á nesinu! Hávellur, sem eru einstaklega skemmtilegir fuglar og það sem er nú ekki verra, það er svo auðvelt að þekkja þær! Hljóð þeirra eru líka yndisleg.
Veðrið var algjörlega eðlilegt, ágætis rok og vindurinn kaldur.
Ekki sást til Ólafs og Dorrittar. En ég er viss um að okkur hefði öllum verið boðið til stofu á Bessastöðum ef við hefðum haft lambhúshettur til að hylja andlit. Og síðan tekin tali í ríkissjónvarpinu. Hmmm
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2009 | 23:32
Und ruhig fließt der Rhein
Die Lorelei
Heinrich Heine, 1822 (1799-1856) 1. Ich weiß nicht, was soll es bedeuten, Já þetta er fallegt ljóð og lagið sem við lærðum að syngja með þessu ljóð er ekki síðra. |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2009 | 22:25
Kvíði í hjarta
Hve lengi í ósköpunum ætlið þið, Jóhanna og Steingrímur að kvelja okkur, þjóðina. Hvernig haldið þið að okkur líði? Við bíðum, bíðum eftir að fá að heyra hve mikið hvílir á okkur og hve mikið okkur er ætlað að borga og hve lengi? Og hvort það er yfirleitt hægt að ætlast til að við borgum?
Ástandið er eiginlega óbærilegt.
Það er ekki hægt að bjóða þjóðinni þetta lengur.
Ekki vantaði gorgeirinn þegar þið vilduð kosningar.
Hvað kemur úr úr því?
"Það liggur ekkert á"!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2009 | 22:41
Nótt á Tjarnarbrúnni
Úr Kvæðakveri
eftir
Halldór Kiljan Laxness
Tilveran er sem einn túkall,
túkall sem maður fær.
Ég fékk hann til láns af láni
hjá lítilli stúlku í gær.
Og mun ekki greiða hann að eilífu amen.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2009 | 20:22
Stjórnarmyndun
Það er ekki ánægjulegt að fylgjast með vinnubrögðum stjórnmálamannanna, sem nú standa að myndun ríkisstjórnar. Það er eins og þeim liggi ekkert á. Ekkert sérlega aðkallandi handan við hornið. Bara svona allt í góðu. Gefa sér góðan tíma. ESB vaðallinn heldur áfram eins og aðildin sé á tröppunum ef þeim þóknast. Og eins og aðildin sé bráðnauðsynleg nú þegar.
Merkilegt hve liggur lítið á að bjarga heimilunum og fyrirtækjunum.
Skjaldborgartalið er orðið sorglegt. Marklaust.
Af hverju tekur Steingrímur ekki við og leiðir stjórnarmyndunina? Það væri verðugt verkefni fyrir vinstri græn. Þeirra er sigurinn í kosningunum ásamt Borgarahreyfingunni. Segja má að framsókn hafi unnið nokkurn sigur líka.
Það er merkilegur hæfileiki Samfó að breiða yfir sporin. Man nokkur eftir að þeir voru í ríkisstjórn með sjálfstæðisflokknum?
Til fróðleiks:
Hanna Lára á blogginu: : http://larahanna.blog.is/blog/larahanna er með umfjöllun um ESB. Fínt að líta á þá síðu sér til glöggvunar.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2009 | 22:19
Það er gott að kjósa
Kosningar í dag. Kaus fyrir hádegi. Það var gott að hafa sett sér að að skila EKKI auðu. Og standa við sitt val með því að mæta í kaffi hjá sínum flokki.
Lýðræði er frábært. Það á hver maður að meta.
Ég á mér ósk um góða ríkisstjórn. Ekki líklegt að sú ósk rætist nú. Hins vegar hef ég ekki trú á að ríkisstjórnin sem sennilega verður mynduð eftir þessar kosningar, muni lifa lengi.
Og þá kemur vonandi að minni!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)