Ekki samlyndir flokkar

Trúin á Evrópusambandið er á við sterkustu kreddutrúarbrögð.  Samfylkingin heldur greinilega að Ísland komist í himnaríki ef við göngum í bandalagið.  Vinstri græn stappa niður fæti og segjast ekki tilbúin.  Segðu ekki nei segðu kannski kannski kannski,  dettur mér í hug. 

Atli Gíslason, þingmaður VG, sagði á borgarafundi Ríkisútvarpsins á Selfossi í kvöld, að flokkurinn væri ekki tilbúinn að hefja viðræður um aðild að Evrópusambandinu strax í júní.

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði á borgarafundinum, að það væri hans bjargfasta skoðun, að stjórnarsamstarf eftir kosningar komi ekki til álita nema Evrópumálin verði leyst. 

En þetta segir allt sem segja þarf um samstarf Vg og Sf ef til stjórnarmyndunar kemur hjá þeim.

Og reyndar þykir mér alls ekki fýsilegt að fá flokk til valda sem boðar launalækkun og skattahækkun. 

 


mbl.is VG ekki tilbúinn í aðildarviðræður í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband