Hvaða flokkur er heiðarlegur?

Okkur  kjósendum er mikill vanda á höndum í komandi kosningum. 

Eiginlega er engum flokki treystandi eins og málin snúa við mér og fleirum, sem ég hef rætt við.

Framsókn, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur eru nánast búin að senda þau skilaboð til okkar að þeim sé alls ekki treystandi.  Allir þessir flokkar eru hreinlega í svo djúpum skít að ekki er hægt að treysta þeim. 

Vinstri græn hafa komið sér sérkennilega vel frá því að vera í forinni með hinum.  En hvað bjóða þau uppá?  Stórfelldar skattahækkanir ef þau halda ríkisstjórnarsætum sínum , er ég hrædd um.  Það er t.d. undarlegt eftir öll stóru orðin að verkin hafa bara ekki verið látin tala. 

Verk núverandi  ríkisstjórnar eru 

Nr. 1.   Koma seðlabankastjóra frá.

Nr. 2.   Bann nektardansstaða o.s.frv. 

Eiginlega finnst mér eins og þau hafi ákveðið að slá skjaldborg um bankabandíttana en ekki um heimilin í landinu.

Hvar er aðgerðaráætlun þessarar ríkisstjórnar, sem nú hreykir sér á valdastólum? 

 Af hverju koma þau ekki þeirri áætlun til okkar? Er hún kannski ekki til? Eða telja þau ekki við hæfi að gera grein fyrir henni fyrir kosningar?  Á að ráðast til atlögu við okkur þjóðina eftir kosningar?  Þegar ekki verður aftur snúið?

Vonast þau eftir því að komast til valda til án þess að gera grein fyrir sínum áformum?

Frjálslyndi flokkurinn er of sundurlaus til að hægt sé að taka hann alvarlega.  Því miður.

Nýr flokkur kemur ekki sterkt fram og þó ég hugsi um hans boðskap þá þori ég ekki að treysta honum.

Þat es helnauð en vér verðum hylja harm.


mbl.is Tvö atkvæði á hvern mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sæl

Núverandi ríkisstjórn hefur á ríflega 40 dögum komið fleiru í verk en margar ríkisstjórnir á heilu ári. 40 lagafrumvörp, yfir 30 stefnumarkandi samþykktir auk fjölda aðgerða einstakra ráðherra. Lýsing þín er því fráleit.

Hafir þú áhuga á að kynna þér raunveruleg verk ríkisstjórnarinnar bendi ég á meðfylgjandi slóð. Þar er verkefnalisti ríkisstjórnarinnar uppfærður daglega. Verkefnalisti sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sögðu allt of ítarlegan, en er meira og minna að verða afgreiddur.

Kveðja góð,

Hrannar Björn Arnarsson, 19.3.2009 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband