Ískalt mat

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar góðan pistil í Mogga í dag, 17. febrúar undir titlinum: Dýrmæt eign.  Það er svo sannarlega ánægjulegt og uppörvandi að lesa þessa grein Kolbrúnar.  Hún bætir um betur einmitt þar sem ég hef nú nýlega beðið um frið frá stanslausum árásum á unga formanninn Bjarna Benediktsson. 

Bjarni tók  nefnilega ákvörðun sem ekki allir sætta sig við.  

 Hér gef ég Kolbrúnu Berþórsdóttur orðið:   "Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, fór á dögunum óvenjulega leið í íslenskum stjórnmálum þegar hann sem leiðtogi stjórnarandstöðunnar lagðist á sveif með ríkisstjórninni í hinu mjög svo langdregna og ömurlega Icesave-máli. Sjálfsagt hefði verið langauðveldast fyrir Bjarna Benediktsson að halda sig í hinum gamalkunna stjórnarandstöðugír og vera á móti ríkisstjórninni í þessu máli sem öðrum. Þannig haga stjórnarandstöðuflokkar sér venjulega og meðal annars þess vegna eru íslensk stjórnmál fyrirsjáanleg og stjórnmálamenn svo ótrúverðugir. Og þegar Bjarni Benediktsson nennir ekki að fara í þennan leik, heldur tekur ákvörðun, vegna þess að hann hefur sterka sannfæringu fyrir því hver sé skásta leiðin - ekki sú besta heldur sú skásta - þá dynja á honum skammir og svívirðingar frá mönnum sem trúa því að ef sagt er nógu oft: »Við borgum ekki«, þá muni Icesave-vandamálið hverfa. "

 Í sannleika sagt þá hef ég svo sannarlega verið afar mótfallin því að samþykkja að við greiðum þessa dæmalausu "skuld  óreiðumanna".  Enda hefur sýnt sig að það borgaði sig að stympast við.  Svavarssamningurinn var með afbrigðum lélegt verk og löðurmannlegt. Hins vegar tel ég að maður eigi ekki að tefla í tvísýnu sinni lukku en láta nú klókindi ráða för.  Betra er að semja nú .  Mjög trúlega vinnur tíminn með lítlu þjóðinni  á fallegu eyjunni.

Þá þykir mér ekki síður athyglisvert að lesa þetta: "Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur fengið sinn skammt af skömmum frá ýmsum flokksmönnum sínum sem finnst nánast fyrirlitlegt að taka afstöðu til málefna fremur en að láta flokkshagsmuni öllu ráða. Hanna Birna er reyndar núna í þeirri stöðu að þeir flokkar sem eru við völd í borginni láta eins og hún sé ekki til og loka eyrunum fyrir málflutningi hennar. Sem segir manni einfaldlega það að mjög fáir stjórnmálamenn eru tilbúnir í viðræðu við þá sem þeir telja pólitíska andstæðinga. Þeir hunsa þá og halda áfram að stunda sína gamaldags valdapólitík. Eins og Samfylkingin gerir nú í borginni og vinstri ríkisstjórnin hefur gert nær daglega á sinni vesældarlegu valdatíð. "

Æ fleiri gera sér nú grein fyrir því að borgarstjórinn í Reykjavík er á grænni grein launalega en kjör borgarbúa fara versnandi.  Svonefndur  "Besti flokkurinn " er langt frá því að vera slíkur.  Það var sannarlega ógæfa að kjósa þessa menn. En Samfylkingin virðist þrífast konunglega á því að "vinna" með  Jóni Gnarr Kristinssyni og flokksmönnum hans.

Þakka blaðamanni Morgunblaðsins, Kolbrúnu Bergþórsdóttur mjög vel fyrir góða grein.  Orð í tíma töluð.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þarna takast á evrópusinnar og heimastjórnarmenn.

Það er mitt ískalda mat

Sigurður Þórðarson, 20.2.2011 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband