Kosningar um hvað?

Stutt er til kosninga.

Harla lítið er lagt fram um fyrirætlanir/aðgerðaráform flokkana, sem bjóða fram.

Umræðan snýst um styrki til flokka og virðist ætla að kæfa alla aðra umræðu, sem vafalaust væri þarfari núna.

Mér líst illa á skattahækkanir á almenning í landinu.  Það skilar litlu fé í ríkiskassann en veldur miklum þrengningum hjá hinum almenna skattgreiðanda.  Sem endar því miður með auknum kostnaði ríkisins þegar fólk hrynur niður fjárhagslega og á annan hátt.

Mér finnst lítil áhersla lögð á hag barna í þessu landi.  Nú þegar verulega harðnar á dalnum þarf að taka sérstaklega vel eftir hvað gera skal til bjargar börnunum.  Hvað er hægt að gera betur í skólunum.  Einelti virðist fara í vöxt.  Og enginn hefur neina lausn á slíkum vanda.  Gerendur halda áfram í skólanum en þolendur flýja. 

Boðuð hefur verið fækkun á  starfsmönnum í skólum, lausráðnum og fólki með tímabundinn samning.  Þetta fólk er sennilega það sem  mest vinnur með börnunum í frímínútum og frítímum.  Ef því fækkar hlýtur hættan á einelti að aukast.  Minna eftirlit og samskipti við börnin hlýtur að kalla á slíka hættu.

Það þarf svo sannarlega að huga vel að því hvar og hvernig er sparað.

Mér þætti fengur að því að fá að vita hvað hver flokkur leggur áherslu á.  Hvaða raunverulegu sparnaðaráform hver flokkur hefur á sínu plani og hverju við eigum von á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband