Færsluflokkur: Lífstíll
3.2.2009 | 17:13
Vel að verki staðið
Fjölnir var snöggur að hugsa við þessar alvarlegu aðstæður.
Þetta hefur verið gríðarlegt sjokk fyrir bæði hesta og knapa. Gott að þarna var maður sem tók til sinna ráða.
"Þá sagði kærastan mín: Þú verður að gera eitthvað í þessu" er haft eftir Fjölni. Gott hjá kærustunni að hvetja sinn mann til dáða.
Svo sannarlega vel að verki staðið.
Einn í einu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2009 | 16:50
Konur, konur
Já, vilja þær konur, þær Guðrún María Óskarsdóttir og Ásgerður Jóna Flosadóttir. Það er bara ekki sama kona og kona.
Margrét Sverrisdóttir bauð sig fram til forystu í þessum ágæta flokki en þessar sömu konur höfðu ekki áhuga á hennar starfskröftum ef mér skjátlast ekki.
Þó má með sanni segja að Margrét sé sérstaklega frambærileg og hæf kona, vel menntuð, vel máli farin og glögg. Hún átti sannarlega að fá tækifæri til að "sanna sig í starfi og berjast .."
Vilja í forystu Frjálslynda flokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.2.2009 | 15:21
Komið að take-off- inu
Þá er ný stjórn að hefja sig til flugs. Fyrsta freyja er Jóhanna Sig. Flogið verður í svimandi hæð. Veðurútlit á leiðinni er slæmt og mikil ókyrrð. Vinsamlegast spennið sætisólar og athugið að hafa hægt um ykkur. Veitingar verða bornar fram, skuldasúpa.
Þó ég sjái eiginlega engan tilgang með þessari breytingu þegar svo stutt er í kosningar, verður maður bara að vona að þetta verði ekki verra en það sem við höfðum. Mér hefði fundist miklu eðlilegra að spara sér þetta "vesen".
Vonandi tekur Ögmundur, hinn nýi ráðherra heilbrigðismála til sinna ráða gagnvart St. Jósefsspítala. Þá er a.m.k. eitt gott komið út úr þessum skiptum.
Góða ferð, gott fólk
Tíu ráðherrar í nýrri stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.1.2009 | 15:30
Ljót framkoma
Einhvern veginn hafði ég skilið það svo að stjórnvöldum væri í mun að halda sem flestum í vinnu. Það væri til hagsbóta fyrir heildina. Ekki gott að setja sem flesta á atvinnuleysisbætur. Ekki mikið pengingaflæði sem kemur út úr slíkum ráðstöfunum.
Langtíma atvinnuleysi er engum manni hollt. Hvorki fyrir heilsu, andlega og líkamlega. Og fjárhagslegt öryggi er í molum.
En þessu er ekki svo varið. Það er sagt upp í löngum röðum vinnufæru fólki. Og margir eiga yfir höfði sér að missa vinnuna. Búa við kvíða.
Er ekki hugsa til lengri tíma? Afleiðingar atvinnuleysis og hvað það kostar?
Óskiljanleg harka Landspítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 1.2.2009 kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2009 | 22:43
Kaldur kveðjukoss
Þá eru þau skilin að skiptum Geir og Ingibjörg Sólrún. Undarleg voru skilnaðarefnin. Forsætisráðherraembættið/verkstjóri var krafa Samfylkingar. Ekki hægt að láta undan í því. Þetta lyktar af tækifærismennsku. Og fáránleika. Til hvers að skipta um menn í stjórn þegar 100 dagar eru í kosningar? Nýir ráðherrarnir verða varla búnir að ná áttum þegar efnt verður til kosninga. En menn hafa náð þeirri prýðisgóðu aðstöðu að fá ráðherralaun í 3 mánuði og vinna sér inn lífeyrisréttindi. Sem sagt þetta kostar þjóðarbúið. Hvar eru nú búhyggindi ISG? Mitt mat er að þetta sé hreint bruðl. Enda ólíklegt að ný stjórn geri mikið af viti á þessum dögum til kosninga. Hvers vegna í ósköpunum lá svona á?
Quo usque tandem abutere, Catilina, patientia nostra
Lífstíll | Breytt 2.2.2009 kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2009 | 13:02
Hörður maður ársins?
Ekki farin að finna til með honum ennþá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2009 | 11:44
Ofvaxnar byggingar á viðkvæmum stöðum
Mikið tek ég undir með stjórnum Íbúasamtaka Vesturbæjar og Íbúasamtaka Miðborgar. Til þess eru vítin að varast þau eins og bent er á í fréttinni: Til staðar eru víti til varnaðar þar sem eru háhýsi í Skugganum við Skúlagötu og háhýsi við Höfðatún sem ekki einungis treður á nánasta umhverfi sínu heldur skyggir líka á sjálfan Sjómannskólann og innsiglingavita hafnarinnar þar með.
Það er ótrúlegt að vera vitni að öllum þeim hörmulegu byggingaframkvæmdum sem upp hafa komist á undanförnum árum. Nefna má íþróttamannvirki, sem byggt var við húsvegginn á hesthúsum í Heimsenda. Kópavogsklúður. Eitt af mörgum.
Sannarlega kominn timi til að hlusta á athugasemdir íbúa og taka tillit til þeirra.
Skipulagsslys á Slippareit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009 | 16:23
Leiðinlegt orðaval
Helvítis lyddugangur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2009 | 23:12
Réttritun
Dróg sig til baka úr ritaraslagnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2009 | 22:54
Með reistan makka
Þá eru hestarnir komnir á hús. Fyrstur kom Flóki, á þriðjudaginn og síðan hinir á föstudag. Mikil er gleðin og ánægjan með endurfundina. Þessir brúneygðu, fallegu fákar eru sannkallaðir gleðigjafar. Þeir eru svo ótrúlega ólíkir persónuleikar. Það er gaman að fylgjast með hegðun þeirra í gerðinu og síðan þegar þeir eru komnir á sinn stað í hesthúsinu.
Flóki, sem er þriggja vetra, verður fjögra vetra í vor, er sonur Áls frá Byrgisskarði og Þyrlu frá Röðli. Hann hefur alist upp í sinni fæðingarsveit. Fór sem sagt í fyrsta sinn að heiman í vikunni til þess að hitta eiganda sinn og vera í hesthúsinu með "bræðrum sínum". Hann hef ég átt frá því hann var folald en hann er fæddur bóndanum á Röðli í Húnavatnssýslu.
Flóki stóð með reistan makka í gerðinu og skoðaði umhverfið. Öruggur með sig og yfirvegaður. Mér þótti merkilegt að sjá hve rólegur þessi nánast ótamdi hestur er. Bóndinn á Röðli hefur vissulega farið um hann nærfærnum höndum og kennt honum undirstöðuatriði almennra kurteisissiða hesta. Það skilar sér nú. Hann leyfði mér að setja á sig stallmúl án nokkurs hiks og sýndi mér þolinmæði. Ég er ansans klaufi að koma stallmúl á hest. Spyrjið þið hestana mína!
Nú er framundan dýralæknisskoðun, ormalyfjagjöf, skaufahreinsun, raspa tennur, síðan járningar og þá útreiðar og þjálfun. Hey er nóg í hlöðunni, spænir og fata með vítamínum og steinefnum. Tunna fyrir vatn til að hafa í gerðinu en það á eftir að kaupa saltstein. Hvítan.
Flóki á að fara í tamningu en ég bíð eftir svari varðandi hvenær tamningamaðurinn getur tekið hann.
Við hesthúsið í skini sólar.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)