Er Baldur blankur?

Hver er ábyrg Baldurs gagnvart Eimskip?  Voru ekki ofurlaunin vegna gríðarlegrar ábyrgðar sem hann hlaut að bera í  starfi sínu?  Þessi fáránlegu laun sem öllum almenningi blöskrar að horfa á.  Og nú bera hann að eigin sögn bara alls ekki ábyrgð:    "Stjórn Eimskips beri ábyrgð á öllum fjárfestingum vegna verkaskiptingar stjórnar og stjórnenda. Hann eigi því skýlausan rétt á því að Eimskip greiði honum umsamin laun"

Þetta er einum of mikið að lesa svona mitt á milli þess sem maður les og heyrir um fólk sem er að missa vinnu, heimili og þarf að biðja um mat hjá hjálparstofnunum.

Kallast þetta ef til vill svo rosalega 2007.  Er græðgi ekki "out" nú þegar við sjáum hvernig sú leiða kennd leikur fólk sem dregur með sér heila þjóð í fallinu.


mbl.is Krefst 158 milljóna í vangoldin laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Græðgi er ólæknandi sjúkdómur og góðærið er enn í fullu gildi hjá Baldri.

Finnur Bárðarson, 24.2.2009 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband