Færsluflokkur: Lífstíll

Darri frá Kanastöðum 4ra mánaða

Litli hvolpurinn er orðinn 4ra mánaða og bara stór eftir aldri.  Ótrúlega vaxa hvolpar hratt.  Maður nánast sér þá  vaxa.  Hann er bráðskynsamur og sterkur karakter.  Þekkja ekki allir hvolpaeigendur þessa tilfinningu:  Minn hvolpur ber af!  Bæði fallegastur og gáfaðastur. Jamm.Heart

Við erum búin að skrá okkur (á netinu)  á námskeið hjá Hundaræktarfélaginu. Höfum bara ekki fengið staðfest hvort að við komumst að.  Væri gott að fá slíka tilkynningu fljótlega.  Námskeiðið hefst 21. jánúar n.k. 

Allar sprautur og slíkt er frágengið.

Darri fer daglega út með mig og bóndann.  Þeir feðgar fara út á morgnana en við tökum göngutúr um miðjan dag.  Þá reyndir á hundshjartað þegar hinar ýmsu upplifanir dynja á.  Meðal þess sem verkar sterkt  á Darra er  þegar við mætum öðrum vegfarendum en þá  finnst honum eðlilegt og nauðsynlegt að gelta hátt og myndarlega.  Ég hálf skammast mín og reyna að afsaka hann með því að hann sé "bara hvolpur".  Og ávíta hann og segi skýrt og greinilega "NEI".  Það virkar en er gleymt í næsta göngutúr.  Sagan endurtekur sig.

Í dag hittum við stóran og fallegan Golden Retriever, sem heilsaði Darra innilega.  Það var snusað og spáð og siðan kvöddust þeir í rólegheitum.  Mikilvægt að hvolpar hitti aðra hunda.

Eitthvað gengur rólega að kenna Darra hreinlætissiði en stundum undrast ég hvaðan allt þetta piss kemur.  Hann pissar mikið þegar hann er að atast í köttunum.  Er sennilega að merkja sér svæðið.  Það er meira en að segja það að vera með tvo heimilisketti og hundhvolp.  Hef áður átt tíkur og það gekk ágætlega. Þær komu báðar 2 mánaða á heimilið og lærðu að skilja heimilisköttinn hratt og örugglega.  Og að gera þarfir sínar utan  dyra.  Eiithvað hlýt ég að gera vitlaust.  En hvað?

Þetta hlýtur að koma með tímanum.  Bara að vera þolinmóð.  Sú góða regla gildir á flestum sviðum tilverunnar.

En þessi ungi einstaklingur setur lit á lífið.  Skemmtilegur og kátur félagi.


Ef spara skal í utanríkisþjónustunni ...

 

 Hvaða sendiráð þurfum við nauðsynlega?

 

Er ekki ágætt að skoða þetta með sparihnífinn í huga?

Prenta síðuna


Frjálshyggjan á fullu blússi

Það er ömurlegt að lesa um fyrirhugaðan niðurskurð í heilbrigðiskerfinu.  Mér verður illt við.

Og St. Jósefsspítali er sá spítali sem ég má ekki til hugsa að verði lagður niður.  Hvað halda menn að það kosti að leggja niður spítalann og taka niður skurðstofur og tæki. Breyta húsakynnum á alla enda og kanta.  Og senda framvegis þá sem þurfa aðgerð til Keflavíkur,  til að skurðstofur þar, þá komnar í einkaeign,  fái að njóta "viðskiptana".  Þannig blasir þetta nú við manni í augnablikinu. 

Hafnfirðingar, Garðbæingar og fleiri hafa notið góðs af St. Jósefsspítala sem og aðrir nágrannar.  Fyrir mitt leyti segi ég að þetta sé frábær spítali með frábæru starfsfólki. Og á góðum stað!

Mér virðist mikið af þessum fyrirætlunum vanhugsaðar af hálfu manns sem hefur sennilega enga þekkingu á því sem hann er að fást við.  Frjálshyggjan er hans leiðarljós.  Þvílíkt ljós. 

Hvar eru aðrir ráðamenn, þingmenn, forystumenn verkalýðsfélaga?  Landlæknir?  Læknafélagið? Önnur fagfélög heilbrigðisstétta?  Vonandi láta þau til sín heyra og andmæla þessum limlestingum á heilbrigðiskerfinu.  Já, við öll eigum að mótmæla.

Vonandi fer ráðherra úr stólnum með þessar áætlanir sem fyrst. 

Jón Bjarnason hefur látið í sér heyra og er það vel. Og þeir aðrir sem þegar hafa sagt sitt á móti þessum vafasömu fyrirætlunum eiga þakkir skildar.

 

 


mbl.is Skora á ráðherra að endurskoða afstöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landlæknir og heilbrigðisþjónustan

Fyrirhugaðar eru umtalsverðar breytingar á heilbrigðisþjónustunni.  Starfsfólk st. Jósefsspítala í Hafnarfirði hefur þegar látið í ljós óánægju með samskiptaleysið milli ráðuneytisins og spítalans.  Skiljanlegt þegar orðrómur er um að miklar breytingar séu fyrirhugaðar. Í Morgunblaðinu í dag segir að skortur á upplýsingum hafi skapað óvisssu og kvíða um framtíð starfsfólks og skjólstæðinga þess.  Eins og ekki sé nóg komið af slíku í kjölfar hrunsins.   Ég velti því fyrir mér hvort landlæknir eigi ekki hlutverki að gegna þarna.  Mér finnst lítið fara fyrir hans sjónarmiðum.  Og vinnubrögð sem þessi, að halda fólkinu í óvissu eru ekki sæmandi.  Landlæknir er hinn mætasti maður og ég skora á hann að láta til sín taka gegn þessum niðurskurði og gjaldtökuatgangi.  Reyni að veita heilbrigðisráðherranum viðeigandi ráðgjöf.  Það gengur ekki að limlesta heilbrigðiskerfið mitt í þeim hremmingum sem yfir þjóðina ganga.  Nú er einmitt þörf á staðfestu og traustum grunni, þar sem saman fer fagleg kunnátta, reynsla og mannúð. 

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, kynnir umtalsverðar breytingar á skipulagi og verkaskiptingu í heilbrigðisþjónustunni í landinu á fundi með blaðamönnum í dag.


Vestfirsk fjöll og íslenskur veruleiki

Vestfirsk fjöll eru sérstök.  Í Arnarfirði er talað um vestfirsku Alpana. Hér er mynd af fjalli,  sem ég held Frá Hvestuað heiti Hvestunúpur.  Á þessu svæði  kom til tals að reisa olíuhreinsistöð. Ekki veit ég hvar það er í áætlunarbunkanum núna.  Sennilega neðarlega ef ekki bara horfið á burt.  Það er mér ekki tiltakanlega sárt enda er ég hrædd um að slík verksmiðja færi ekki þá blessun sem menn vonast eftir.

Nú finnst mér einhvern veginn sem ný hugsun eigi sér von.  Að við berum gæfu til að reisa úr læðingi nýtt og betra líf fyrir okkur öll.

Staðreyndin er að ekki færði "útrásin" svokallaða fólkinu á landsbyggðinni auðæfi og allsnægtir frekar en  fólkinu á höfuðborgarsvæðinu.  Útrásin færði því nákvæmlega ekkert nýtt.  Ekki einu sinni því að vegir væru lagaðir svo eitthvað kvæði að.  T.d. bíður enn vegarspotti í Þorskafirði þess að vera gerður akfær.  Og hér syðra beið Sundabrautin þrátt fyrir góðærið.   Og sparihnífurinn gnæfði yfir LHS, sjúkrahúsi okkar landsmanna þrátt fyrir svokallað góðæri.  Samt stóð til að reisa hátæknisjúkrahús.  Ég skil ekki hugsunina ef hún er/var þá nokkur.  Nú hefur  meira að segja verið ákveðið  innlagnargjald á þá,  sem leggjast þurfa inn á spítala. 

Þegar verið var að koma okkur þjóðinni í skilning um að við værum komin í (gjald) þrot var rætt um greiðan aðgang að aðhlynningu og aðstoð,  já og áfallahjálp.   Er það gleymt?  Það er svo stutt síðan.  Nú þykir við hæfi að krefja fólk um greiðslu við innlögn á spítala.

Reyndar tók það ótrúlega langan tíma að segja okkur hlutina og blaðamannafundirnir voru hræðilega misheppnaðir.  Sögðu ekki neitt og voru eiginlega  til þess að kviðinn og óttinn við óvissuna varð erfiðari.  Ég er hrædd um að þær þrengingar sem við göngum í gegnum  séu ekki góðar fyrir heilsu manna, atvinnumissir, tekjumissir, gjaldþrot og erfiðleikar sem slíkum þrautum fylgja..

Ég er afar ósátt við innlagnargjaldtöku og finnst hún lykta illa af frjálshyggju.  Hef fengið af þeirri hyggju nóg.  Og var ósátt fyrir.

 

 

 


Athugasemd dýralæknis

Gott hjá Hönnu dýralækni að gera athugasemd við meðferð dýra í Kína. 

Svar  Cintamani er afskaplega þunnt og lítið sannfærandi.

Það ætti svo sem ekki að koma á óvart að meðferð dýra sé slæm þar í landi.   Ekki er svo langt síðan kínversk yfirvöld  létu skriðdreka aka yfir mótmælendur á Torgi hins himneska friðar.  Þetta var ungt fólk, sem hafðist við í tjöldum á torginu  meðan á mótmælunum stóð.  Nokkur þeirra voru kramin  undir skriðdrekunum.  Hvaða virðingu/tilfinningar bera  manneskjur, sem slíkt fyrirskipa,  fyrir lífi og velferð manna og dýra?  En þessa þjóð hafa íslenskir ráðamenn heimsótt af kappi og boðið heim með ofurkappi. 

Og auðvitað er íslenskt sendiráð í Kína.  Spara það burt.


mbl.is Harma umfjöllun um Cintamani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hyski

 

Svokallaðir mótmælendur fóru offari við Hótel Borg.  Höfðu af okkur kryddsíldina.  Og slösuðu lögreglumann við störf.  Og starfsmann 365 við störf.  Hvað hafa þeir menn gert þessu fólki? 

Það á að taka harðar á þessu pakki, sem hylur andlit sitt og tekur með sér vopn til að "mótmæla".   Mér er ómögulegt að líta á þetta fólk nema sem leiðindalýð, sem er hættulegur almenningi.

Hörður Torfa getur ekki fordæmt þessar "aðgerðir", skilst mér.  Hann ætti að fara í hugleiðslu.  Heldur hann, að okkur, sem ekki þykir þessi framkoma í lagi, sé slétt sama um hvernig ástandið er og að við  bara gleymum og horfum framhjá svikum og glæpsamlegum gjörðum þeirra sem réðu ferð?  Auðvitað ekki.  Hins vegar er ekki hægt að láta viðgangast að glæpapakk fái útrás fyrir sínar andstyggilegu hneigðir í nafni móttmæla.

Forsetinn ávarpaði okkur þjóðina og mér líkað vel það, sem hann sagði.  Og við getum öll dregið lærdóm af þeim mistökum sem urðu á líðnum árum.  Mér finnst t.d. ennþá erfitt að sætta mig við að þjóðin skuli þurfa að blæða fyrir Icesave ruglið.  Bankarnir voru seldir.  Nýju eigendurnir fóru ekki leynt með þörf sína að græða.  Og þeir gerðu það svo sannarlega, alveg baki brotnu.  Og borguðu sér gríðarleg laun, sem mig sundlaði við að lesa um.  Og þegar þessir einkabankar fara yfir um þá erum við sett í skuldasúpuna.  Sumir tala um óheyrileg kaup á flatskjám.  HmmBlush Hvað varð eiginlega um nefndina, sem átti að skoða lög og reglugerðir um umsvif bankana á erlendri grund?  Átti að koma með tillögur skilst mér. Hvaða fólk skipaði þessa nefnd?  Og hvar var yfirsýn  ofurstarfskraftana, þessara með ofurlaunin?  Já það eru margar spurningar sem bíða svars. 

 

Megi þetta blessað ár 2009 verða okkur öllum gæfuríkt.  Lífið heldur áfram og við vitum, að sennilega eru allir Íslendingar fegnir að vera lausir við græðgiskapphlaupið.  Við þurfum að ræða saman og fá að skoða í allar ormagryfjurnar, stórar sem smáar.  Hreinsa þar út og fá nýtt og hreint svæði til að vinna á.  Og efla liðsandann, vera heiðarleg og tilbúin að vinna saman.

Skaupið var skemmtilegt!Smile


Veikir og dauðvona hestar

Það tekur á að lesa um veikindi og dauða hestana, sem voru í beitarhólfi við bæinn Norðurgröf á Kjalarnesi.  Hraustir og vel haldnir hestar sem  ekkert amaði að. Þá skellur á salmonellusýking, sem veldur dauða þeirra á örskammri stundu.  Ég finn til með eigendum þeirra og votta þeim samúð mína.  Landeigandinn  er ekki síður í sárri stöðu.  Hann getur ekki að þessu gert en hestarnir voru  vissulega í hans landi og skiljanlegt að hann taki þetta nærri sér.


27.12.2008 17:47
21 hross dautt úr salmonellusýkingu

21 hross er nú dautt vegna salmonellusýkingar sem upp kom í hestastóði við Norðurgröf undir Esjurótum á sunnudag. Aflífa þurfti tvö hross í gærkvöldi, og þrjú í dag.

Sex dýralæknar gengu á milli hrossanna í morgun og gáfu þeim lyf og vökvameðhöndlun og verður sú meðferð endurtekin í kvöld að sögn Gunnars. Hann segir veikina mikið áfall fyrir eigendur hrossanna, bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt.

Sýkingarinnar varð vart sl. sunnudag er dauður hestur fannst í hjörð sem var á útigangi við Kjalarnes. Strax var athugað með restina af hjörðinni og kom þá í ljós að hestarnir, sem voru fjörutíu, voru flestir veikir. Hrossin voru þá flutt í hús í Mosfellsbæ þar sem hlúð hefur verið að þeim.

Gunnar Örn segir það skýrast á næstu tveimur sólarhringum hver framvindan verður. Nokkrum hesthúsum hefur verið lokað í hesthúsahverfinu í Mosfellsbæ vegna sýkingarinnar.

Gunnar segir að illa hafi gengið að fá fólk til að fylgja umgengisreglum sem dýralæknisembætti Gullbringu- og Kjósar-umdæmis setti. Of mikill umgangur sé af fólki í hesthúsahverfinu, þá er lausaganga hunda meiri en góðu hófi gegnir en hún var bönnuð strax í upphafi.

Það er ótrúlegt að  sýna slíkt kæruleysi að virða ekki til tilmæli  dýralækna um umgengisreglur í hesthúsahverfinu.

Þegar hestaflensan geisaði hér um árið voru menn verulega varkárir og tóku mark á leiðbeiningum dýralækna.  Hvers vegna eru menn svona kærulausir nú?

Salmonellusýkingin úr tjörnum

 

 


Grímuklæddir gestir

Undarlegt var að horfa á grimuklætt fólk við borðið á Bessastöðum í dag.  Fólk sem ekki vill sýna sitt rétta andlit á ekkert erindi á Bessastaði.  Var ekki verið að samþykkja 17 milljóna kr.  fjárveitingu til öryggismála á þessu höfuðbóli okkar til að setja upp öryggishlið og öryggismyndavélar.  Einhvern veginn fæ ég þetta ekki til að syngja saman.

Auður Matthíasdóttir


mbl.is Ólafur og Dorrit buðu mótmælendum upp á kaffi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dapurlegar gjafir

Já það er dapurleg jólagjöf, Jóhannes.  Það eru líka dapurlegar gjafir sem við, íslenska þjóðin eigum von á í viku hverri sem afleiðingu af offari auðmanna, sem kunnu ekki fótum sínum forráð.  Atvinnuleysi, gjaldþrot, örvinglan fjölskyldna sem ekki sjá út úr vanda sínum.  Hvílík sorg fyrir okkur öll.
mbl.is „Dapurleg jólagjöf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband