Landlæknir og heilbrigðisþjónustan

Fyrirhugaðar eru umtalsverðar breytingar á heilbrigðisþjónustunni.  Starfsfólk st. Jósefsspítala í Hafnarfirði hefur þegar látið í ljós óánægju með samskiptaleysið milli ráðuneytisins og spítalans.  Skiljanlegt þegar orðrómur er um að miklar breytingar séu fyrirhugaðar. Í Morgunblaðinu í dag segir að skortur á upplýsingum hafi skapað óvisssu og kvíða um framtíð starfsfólks og skjólstæðinga þess.  Eins og ekki sé nóg komið af slíku í kjölfar hrunsins.   Ég velti því fyrir mér hvort landlæknir eigi ekki hlutverki að gegna þarna.  Mér finnst lítið fara fyrir hans sjónarmiðum.  Og vinnubrögð sem þessi, að halda fólkinu í óvissu eru ekki sæmandi.  Landlæknir er hinn mætasti maður og ég skora á hann að láta til sín taka gegn þessum niðurskurði og gjaldtökuatgangi.  Reyni að veita heilbrigðisráðherranum viðeigandi ráðgjöf.  Það gengur ekki að limlesta heilbrigðiskerfið mitt í þeim hremmingum sem yfir þjóðina ganga.  Nú er einmitt þörf á staðfestu og traustum grunni, þar sem saman fer fagleg kunnátta, reynsla og mannúð. 

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, kynnir umtalsverðar breytingar á skipulagi og verkaskiptingu í heilbrigðisþjónustunni í landinu á fundi með blaðamönnum í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband