Komið að take-off- inu

Þá er ný stjórn að hefja sig til flugs.  Fyrsta freyja er Jóhanna Sig.  Flogið verður í svimandi hæð.  Veðurútlit á leiðinni er slæmt og mikil ókyrrð.  Vinsamlegast spennið sætisólar og athugið að hafa hægt um ykkur.  Veitingar verða bornar fram, skuldasúpa. 

Þó ég sjái eiginlega engan tilgang með þessari breytingu þegar svo stutt er í kosningar, verður maður bara að vona að þetta verði ekki verra en það sem við höfðum.  Mér hefði fundist miklu eðlilegra að spara sér þetta "vesen". 

Vonandi tekur Ögmundur,  hinn nýi ráðherra heilbrigðismála til sinna ráða gagnvart St. Jósefsspítala.  Þá er a.m.k. eitt gott komið út úr þessum skiptum.

Góða ferð, gott fólk


mbl.is Tíu ráðherrar í nýrri stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverju á Ögmundur að breyta?  Það verður að skera niður og þó svo það sé illnauðsynlegt og umdeilt þá er ekki annað hægt.  Þessi ríkistjórn hefur þokkalega áhafnarmeðlimi en mikið af rusli innanborðs líka, nefni ég þar fremst í flokki, Kolbrúnu, Ögmund og jú Steingrím.

Þakka samt fyrir að VG fái aðeins að stjórna, mun setja fylgi þeirra niður fyrir nk kosningar.  Það er aldrei þjóð til heilla að gamlir hippar og kommar ráði einhverju.  Aldrei neitt af viti sem þetta lið gerir, sorglegt en satt.

Baldur (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 16:09

2 Smámynd: Auður Matthíasdóttir

Þakka athugasemd þína, Baldur.  Ögmundur á  að mínu mati að breyta tillögu Guðlaugs frv. heilbrigðisráðherra um stórfelldar breytingar á starfsemi St. Jósefsspítala.  Sá spítali er bæði vel rekinn og hefur innandyra sérstaklega gott og samhæft starfsfólk.  Ekki nokkur ástæða til að leggja starfsemi þessa spitala niður og gera að öldrunarstofnun.  Þar væri frekar verið að fleygja peningum en spara þá.

Já,  sennilega munu VG  ekki ríða feitum hesti frá þessu stjórnarsamstarfi.  Þó margir hippar séu ágætis manneskjur!  E.t.v. hefur hassið farið illa með heilabúið í þeim sumum.  En eru einhverjir hippar í nýju stjórninni?

Auður Matthíasdóttir, 1.2.2009 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband