Færsluflokkur: Lífstíll

Hestar og lífið

Jónína og Rafn hafa unnið alveg frábært starf með reiðskóla sinn á Kjóavöllum, Garðabæ.  Þau eru með elskulega og góða hesta, suma aldraða en vel haldna enda afskaplega vel um þá hugsað.  Hestar eru merkileg dýr og ótrúlega gaman og fræðandi að umgangast þá.  Börn hafa afar gott af umgengni við hesta og læra mikið af þeim. 

Fólk eins og þau Jónína og Rafn eiga skilið að fá Fálkaorðu fyrir sitt framlag í þágu æsku þessa lands, já og hestana!Heart 


Hestar og börn

Þetta er alveg frábær skóli sem þau hjón reka  á Kjóavöllum í Garðabæ.  Börn læra svo ótrúlega margt á því að umgangast hestana.  Jónína og Rafn eru líka alveg sérstaklega hlý og umhyggjusöm við ungu nemendurna og hvetja þau og gefa þeim trú á sjálfum sér í hestamennskunni. 

Margur góður knapinn hóf sinn feril hjá Nínu og Rabba og indælu hestunum þeirra.


Hver er Jóhanna?

Jóhanna  Sigurðardóttir var" talsmaður"  öryrkja og ellilífeyrisþega á Íslandi um árabil.

En hvar stendur þessi kona nú?

Lesum greinar ellilífeyrisþega um efndir þessarar konu. 

Í Mogga hafa að undanförnu  birst greinar fólks sem hefur sannarlega skrifað vel og vandlega um  það hve innilega ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur brugðist því fólki sem "heilög Jóhanna" taldi undir sínum verndarvæng.


mbl.is Jóhanna meðal áhrifamestu kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í draumi sérhvers manns er fall hans falið

Blessaður maðurinn féll af baki enn og aftur.

 Vonandi verður ekki sama vitleysan viiðhöfð og um árið.  Vörður við sjúkraherbergi Ólafs Ragnars, fréttamenn og ljósmyndarar á vakt. 

Gríðarlegur viðbúnaður vegna þess eins að maður fellur af hestsbaki.


mbl.is Ólafur Ragnar slasaðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningaplokk á Rangárbökkum

Dagana 13. til 16. ágúst
var haldin sumarhátíð fyrir
alla fjölskylduna á Rangárbökkum
við Hellu og þessa
sömu daga fóru fram Töðugjöld
með fjölbreyttri dagskrá og
brekkustemningu.

Þangað mætti ég ásamt þremur hestakonum.  Ein þeirra mætti til að keppa og var hesturinn hennar með í för,  í kerru, sem jeppinn dró.  Þegar komið var að inngangi tók á móti okkur kona ein, ákveðin í bragði.  Hún rukkaði okkur hverja um sig  um þrjú þúsund krónur fyrir að fara inn á svæðið, líka keppniskonuna ungu, sem einnig þurfti að greiða þrjú þúsund krónur fyrir að að keppa.

Mér finnst þetta óttalegt peningaplokk að taka heilar þrjú þúsund krónur fyrir að fara í tæplega  tvær klst. inn á svæðið til að fylgjast með keppni ungmenna.  Af hverju má ekki verðleggja þetta á þann veg að menn greiði daglega fyrir að fara inn á svæðið? Og þeir sem ætla að vera allan tímann greiði í samræmi við það.

Einhvern veginn lyktar þetta af 2007 græðginni.  Mér finnst allavega hreinasti ruddaskapur að rukka þátttakendur í keppni (atriði á þessari skemmtun) um sama  inngangseyri og gesti.  Eða eru kannski aðrir skemmtikraftar rukkaðir?  Einnig að þurfa að greiða sama gjald fyrir stutta stund á svæðinu og þeir sem dvelja þar alla dagana.  Og njóta þess alls sem uppá er boðið.


Kling,kling, kistan tóm

 

Orð eru til alls fyrst.  Stundum verður manni orða vant.  Þegar veruleikinn er svo undarlega langt frá því sem maður á að venjast.

Hvað var að þessu fólki?  Hvað gekk því til?  Ekki var um að ræða "safna aurum, aura spara"  en vissulega "eld að sinni köku skara."

Kaupþing, bankinn minn.  Var undirlagður af fólki, sem var búið að missa sjónar á siðferðilegum gildum og fór offari í vegferð að "bættum fjárhag sínum".

Lán á lán ofan.  Hamlaus græðgi réði för.  Nenni ekki að nefna nöfn.  Við þekkjum þau nú þegar of vel.

Ég bara segi eins og Jenný Anna bloggmeistari með meiru:  OMG... og orga og missi meðvitund og æli og hendi öllu í vegginn sem hægt er og meiru til.

 


Landslag

 

AM_071007_PA070114

Þingvallavatn

 

Landslag

 

 

Heyrið vella á heiðum hveri,
heyrið álftir syngja í veri:
   Íslands er það lag.
Heyrið fljót á flúðum duna,
foss í klettaskorum bruna:
   Íslands er það lag.

Eða fugl í eyjum kvaka,
undir klöpp og skútar taka:
   Íslands er það lag.
Heyrið brim á björgum svarra,
bylja þjóta svipi snarra:
   Íslands er það lag.

Og í sjálfs þín brjósti bundnar
blunda raddir náttúrunnar:
   Íslands eigið lag.
Innst í þínum eigin barmi,
eins í gleði og eins í harmi
   ymur Íslands lag.



Grímur Thomsen
1820 - 1896

Þetta er ljóð sem hnykkir á því sem ég hef upplifað í stuttum göngutúrum á Reykjanesi á undanförnum dögum.

Fyrr á árum fór ég í margar gönguferðir um þetta stórkostlega svæði.  Og einnig ríðandi.  Meðal annars um Ketilstíg og þá var áð við Arnarvatn á Sveifluhálsi áður en haldið var áfram niður að Kleifarvatni og  til Krýsuvíkurskóla.

Það er gott að elska land eins og ÍslandInLove

Áfram Ísland

P8190356

Sérkennileg ský yfir Trostansfirði

P8310392

Séð frá Álftanesi

 

 


Sogin skoðuð enn og aftur

Farið var öðru sinni í gönguferð að skoða Sogin.  Að þessu sinni var ekið að Lækjarvöllum.  Þaðan gengið að Djúpavatni og uppfrá þvi eftir stikaðri leið upp fjallið.  Þar sáust ekki fleirri stikur svo við gengum bara beint af augum og viti menn.  Við blasti gillið sem nefnist Sog.  Fallegt, litríkt og spennandi. 

Nokkrar myndir voru teknar og hér nokkur sýnishorn:

P7220549

Sogin

P7220537

Sogin

P7220562

Trölladyngja og Grænadyngja

P7240577

Djúpavatn og Lækjarvellir.

P7220558

Spákonuvatn

 

P7240600

Maður og hundur á leið upp fjall

 


Sogin á Reykjanesi

 

Maður, kona og hundur fóru í labbitúr. 

Ísland er frábærilega fallegt land. 

Í gönguferð er auðvelt að gleyma Icesave, ESB og öllum peninganíðingunum, sem voru  gripnir græðgisæði og siðblindu.  Já mönnum, sem halda jafnvel ennþá að þeir hafi ekki gert þjóðinni neitt illt.

Llitadýrðin og orkan í náttúrunni blasir við okkur og endurnýjar vonina og trúna á framtíðina. 

LANDIÐ OKKAR ER DÁSAMLEGT. 

:P7220523

 

 

P6150499

Þessi er reyndar tekin í Trostansfirði.  Fór óvart með en hvað um það.

 

P7220555

 

 

P7220531

 

 

P7220540

 

:

 

 

 

 

 


Lýður byggir yfir sig

Í Mogga í dag:

Miklar framkvæmdir í Fljótshlíðinni

MIKLAR framkvæmdir eru nú á jörðinni Lambalæk í Fljótshlíð en þar er að rísa hið reisulegasta hús á tveimur hæðum.

Það er alveg rosalega mikið 2007 í þessari frétt.  Fleiri hundruð fermetra sumarhús, 300 fermetrar að grunnfleti og 800 fermetra kjallari.  FLOTT skal það vera.  Eða hvað?  Smekksatriði.

Lýður Guðmundsson stjórnarformaður EXISTA, annar helsti eigandi Bakkavarar Group stendur að byggingunni segir í fréttinni ( onundur@mbl.is).

Eru þessir menn ekki enn lentir eftir hrunið?  Finnst þeim virkilega í lagi að ganga svona langt í bruðli og vitleysisgangi fyrir augum landa sinna.  Hafa þeir enga tilfinningu fyrir aðstæðunum?

Hópur iðnaðrarmanna er að störfum. Þeir eru a.m.k. ekki atvinnulausir á meðan en ætli þeir fái ekki launin greidd fyrirfram.

Ef til vill kemur mér og öðrum þetta tilstand Lýðs  bara ekkert við.  

Fólk missir húsnæði, sumarhús, bíl,  vinnu, sparifé. Ellilífeyrisþegar eru þegar látnir gjalda fyrir tjónið sem dynur á þjóðinni.  Sumir verða að að hefja 100% vinnu á ný, orðnir 67 ára og voru með  aðra áætlun um framtíðna. Um það var fjallað nýlega í mbl.  Fjöldi  frétta sem  segja frá óförum fólks í kjölfar hrunsins.  Og þá verður frétt eins og þessi um óhóf eins og Lýður leyfir sér afar vond lesning.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband