Færsluflokkur: Lífstíll

Eva vs. Valtýr

Það vekur athygli að Eva Joly ræðst að Valtý Sigurðssyni ríkissaksóknara af miklum krafti.  Heimtar að hann segi starfi sínu lausu.

Svar Valtýs:

„Mér sýnist þetta snúast um að hún hafi áhyggjur af því að ég hafi ekki nóg að gera, en þetta embætti hefur verið til í tæp 50 ár og það hefur haft ærin verkefni til þessa dags.

Þetta embætti fer með öll stærstu sakamál í landinu, nauðganir, manndrápsmál og meiriháttar fíkniefnamál. Það er ekki hennar hlutverk að tala niður til starfsfólks þessa embættis.“

Eiginlega verð ég að segja að ég skil ekki alveg hvers vegna Valtýr ætti að víkja úr starfi sínu.

Eins og Valtýr segir í Moggafrétt í dag:

 "ég er löngu búinn að segja mig frá þeim málum sem eiga að heyra undir embætti sérstaks saksóknara,“ segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari. "

Það væri fróðlegt að fá álit til þess bærra manna á réttmæti þessarar kröfu Evu.  Við sem ekki höfum næga yfirsýn til þess að taka undir með Evu en finnst orð Valtýs afar eðlileg og hans sjónarmið skiljanlegt værum þakklát slíkri skýringu.

 


Tiltekt

Össur utanríkisráðherra tók til.  Dömurnar hennar Ingibjargar Sórúnar voru færðar til og er það vel.

Baldur fékk á baukinn eftir að hafa keyrt Eimskip í kaf.  Baldur fékk ekki ofurlaun eins og hann taldi sig eiga  rétt á.

DV birtir  upplýsingar um kúlulán bankamanna.  Gott hjá DV  Og menn taka afleiðingum gjörða sinna og segja upp.  Sumir allavega.  Listinn er langur og merkilegt hve fólk var tilbúið að taka lán sem útilokað var að það gæti endurgreitt.

Hannes Smárason tekinn til skoðunar.  Er voða sár en hefði sennilega betur hugsað um afleiðingar sinna gjörða fyrr.

Baldur og Bolli ráðuneytisstjórar voru fluttir til.  Tiltekt  til hvers?

Bylting í VR

Hvar eru völd Bakkabræðra?  Exista enn á þeirra valdi?

Tiltekt í ríkisstjórninni?  Hvar er liðsandinn?  Steingrímur J. berst á hæl og hnakka og hefur sennilega aldrei á sínum pólitíska ferli þurft að horfast í augu við annað eins.  Ekki öfundsverður af því.  Að auki eru menn í hans liði honum erfiðir og jafnvel ósanngjarnir.  Menn mega segja sína skoðun en ef þeir eru í liði verða þeir að heyja baráttuna með sínum liðsforingja.  Maður getur ekki skipt um lið í miðjum leik.  Nema lyddur séu og liðleskjur.

Þór Saari þingmaður fór í tveggja vikna frí og rataði uppá hálendið til að labba svolítið um. Valgeir Skagfjörð leysir hann af.  Þór er sennilega svona aðframkominn eftir að berja búsáhöld í vetur.  Ekki hefur hann og hans félagar komið með eitursnjallar lausnir á vandanum enn sem komið er.

Ögmundur Jónasson  og Valgeir Skagfjörð fá það pent, hjá leiðarahöfundi Fréttablaðsins:  "skeggjaðar primadonnur, sem vilja búa til eftirvæntingu." 

Verkefni samgönguráðuneytisins færast yfir á lífeyrissjóðina.  En in the end þá mun ríkissjóður borga.  Og hver á að ákveða hvar framkvæmdir munu gangsettar? Engin tiltekt þar.

Landsvirkjun sér á eftir Friðrik Zophussyni  forstjóra og sendiherrafrú.  Hver tekur við Landsvirkjun og verður tiltekt þar á bæ?

o tempora o mores...

 


Mannekla í ráðuneytinu?

Hvað er eiginlega í gangi? 

„ Einar Karl Haraldsson, nýráðinn almannatengslaráðgjafi Landsspítalans, þiggur biðlaun sem fyrrverandi aðstoðarmaður iðnaðarráðherra auk þess að þiggja verktakagreiðslur frá Landsspítalanum. Þetta staðfestir Einar í samtali við Vísi.

Hvers vegna þarf að ráða mann í þetta ráðuneyti þegar allir eiga að SPARA?

 

 


mbl.is Einar Karl tímabundið í forsætisráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of önnum kafin frú

Er hlaupinn ofmetnaður í frúna?

Vonandi er þetta ekki einskonar græðgi.

Hélt að hún hefði alveg nóg að gera.

Og að þokkaleg laun séu henni tryggð.

Mér þykir þetta allavega ekki ánægjuleg frétt.

Eva mætir hér mánaðarlega ef ég skil það rétt. 

Og vill hafa skrifstofu og alles. 

Og segist hafa ráð undir rifi hverju um allt og alla.

Af hverju í ósköpunum er hún þá ekki hér í nægilega langan tíma til að koma hlutunum af stað . 

Og lætur verkin tala.


mbl.is Eva Joly: Botninum ekki náð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Straumendur

Straumönd (fræðiheiti: Histrionicus histrionicus) er fugl af andaætt. Straumönd er staðfugl á Íslandi og verpir um nær allt land, en mest í kringum Mývatn. Þar er líklegasta þéttasta straumandarvarp í heimi. Straumendur eru alfriðaðar.

straumendur

Ljósmynd: Kristinn Vilhelmsson.  Myndin tekin í Trostansfirði 

 

Straumendur eru kafendur.  Auk þeirra eru kafendur sem verpa við íslensk vötn duggönd, skúfönd, hávella, hrafnsönd og  húsönd. (Rit Landverndar 8.  Andfuglar og aðrir vatnafuglar.  Arnþór Garðarsson).

Straumendur eru yndislegar endur og sérlega ánægjulegt að fylgjast með þeim.  Þær hafa verið mér til yndisauka árum saman í Trostansfirði.  Það er mér og okkur öllum mikils virði að í hávegum sé haft að þessar endur eru friðaðar og  að það ber að VIRÐA.


Einar Karl öðrum fremri?

 

„Einar Karl Haraldsson, nýráðinn almannatengslaráðgjafi Landsspítalans, þiggur biðlaun sem fyrrverandi aðstoðarmaður iðnaðarráðherra auk þess að þiggja verktakagreiðslur frá Landsspítalanum. Þetta staðfestir Einar í samtali við Vísi.

Ef þetta er ekki ömurlegt baktjaldamakk þá bara  hvað ?

Var ekki loforð þessarrar stjórnar að hafa allt uppi á borðinu.  Allt á tæru.  Allt svooooo heiðarlegt og réttlátt:       Amen og halleluja


Eva Joly er ákveðin kona

Nú þyrmir yfir liðið.  Hér er komin kona sem kveður menn í kútinn.  

Hlustið á mig og gerið eins og ég segi.  Annars hef ég ekkert hér að gera.

Valtýr Sig.  Vík úr vegi.  Bara alveg ómögulegt að hafa þig hér með strákinn son þinn í forsætii Exista.

Og miklu meiri  peninga í rannsóknarvinnuna.  Nú þegar.  Þetta er mikilvægasta rannsóknarvinna sem unnin er um HRUNIÐ MIKLA.

Heimurinn bíður niðurstöðunnar.

Þetta virðist mér inntak máls Evu Joly nú.

Þjófarnir hafa enn tíma til að forða því sem þeim sýnist. 

Þess vegna tek ég undir með Evu Joly. 

Setjum kraft í þessa rannsókn.

 

 


Góður dagur

 

Fuglaskoðun Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Fuglaverndar í Höfðaskógi og við Hvaleyrarvatn
kl. 10:00
Laugardaginn 6.júní.

Og við þangað. 

Gangan hófst frá  gróðrarstöð Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, Þöll og gengið var í hring um skógræktarsvæðið að Hvaleyrarvatni.

Það var vel mætt. Held  að við höfum verið  um fjörtíu til fimmtíu manns.

Konur, karlar og lítil , stillt og  skemmtileg börn.

Leiðsögumenn voru Steinar Björgvinsson garðyrkjufræðingur og Einar Ó. Þorleifsson náttúrufræðingur.

Frábær ganga.

Við sáum marga fugla en þegar svo  margir eru í fuglaskoðun er ólíklegt að sjá alla þá fugla sem  sem vænta má.

Meðal fugla í skóginum sem búast má við að sjá eru glókollur, músarrindill, krossnefur, auðnutittlingur, svartþröstur, skógarþröstur, stari, maríuerla og þúfutittlingur.

Við sáum þá alla nema krossnef.   Einn taldi sig hafa séð krossnef en því miður bara hann einn.

Úti á vatninu voru duggendur, óðinshani, stokkönd og skúfönd.  Jú og sílamáfur.

Upplifun að sjá glókoll.  Og meira að segja hreiður hans og við sáum þegar hann mætti með gogginn fullan af æti fyrir ungana og snaraði til þeirra að á örskotsstund.

Við vorum kát.  þetta var góður dagur.

 

 

 

 


Furðuleg framkoma

Af hverju gat ríkisstjórnin ekki komið sér saman um hvernig taka skyldi á móti Dalai Lama. 

Hrikalega er það neyðarlegt að vinstri stjórn geti ekki fundið leið til að sýna samstöðu þegar friðarleiðtogi heimsækir landið.

Oft finnst mér  orðin tóm þegar svokallað vinstra fólk kveður kvæðin löng. 

Þarna var þvílíkt tómarúm að það var bara pínlegt.

 


Álögur á eldsneyti og áfengi hækka

Sérlega frumlegar aðgerðir til að kroppa  inn pening í ríkiskassann, þá botnlausa hít.

Hreint út sagt alveg óþolandi blóðmjólkun á almenningi.

Hvar eru auðmennirnir með alla sína fjármuni.  Leikandi sér út um allan heim meðan íslenska þjóðin er látin gjalda fyrir þeirra  heimsku, þá mestu  í sögunni.

Enginn sagði neitt meðan þessi fífl skömmtuðu sér ofurlaun.  Almenningur horfði á agndofa. 

 Við eldhúsborð landsmanna var marg rætt.  Hve lengi í ósköpunum á þessi vitleysa að viðgangast?

Við vissum það ekki þá en við vitum það núna. 

Glópagull réði ferð.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband