Færsluflokkur: Lífstíll

Grisjað í garðinum

Við hjónin skruppum út í garð í dag og tókum til hendi svona smávegis.

P9280788

Þessar stafafurur hafa stækkað á alla vegu og  orðið skuggsýnt á torginu fyrir framan húsið.  Við ákváðum að fjarlægja þessa hríslur.

P9280795

Þegar hér er komið sögu hefur safnast upp nokkur hrúga.  Og enn er haldið áfram að klippa:

P9280794

Þetta afrek var reyndar ekki okkar verk heldur komu hér tveir ungir og sterkir menn frá Garðlist og unnu þetta verk fljótt og vel.  Gengu vel frá og tóku allan viðinn með sér og sópuðu vel og vandlega.

Og nú  er bjart og sólríkt á torginu  og verður unaðslegt að geta aftur setið þar með tebollann í góðu veðri.


Nýr spítali hvað?

Hvað er verið að tala um að reisa nýjan spítala meðan sparihnífurinn sker og sker burt það sem hingað til hefur þótt bæði nauðsynleg og sjálfsögð þjónusta við sjúklinga.

Í grein Elsu B. Friðfinnsdóttur formanns Félags ísl. hjúkrunarfræðinga , sem birtist í Mogga 25.09 (í gær) kemur fram eftirfarandi:  

Framundan eru miklar breytingar á heilbrigðisþjónustu landsmanna, breytingar sem munu skerða þjónustu. Á yfirstandandi ári hefur stjórnendum í heilbrigðiskerfinu verið gert að skera rekstrarkostnað niður um 6,7 milljarða króna og enn meiri niðurskurðar er að vænta á næsta ári. Forstjóri Landspítalans (LSH) kynnti nýverið þær aðgerðir sem þar hefur verið gripið til og fyrir dyrum standa til að lækka rekstrarkostnað spítalans. Þar verður sólarhringsdeildum breytt í dagdeildir og göngudeildarþjónusta aukin. Það mun augljóslega fækka legudögum og þar með hafa veruleg áhrif á þjónustu við sjúklinga. Framundan eru miklar breytingar á heilbrigðisþjónustu landsmanna, breytingar sem munu skerða þjónustu. Á yfirstandandi ári hefur stjórnendum í heilbrigðiskerfinu verið gert að skera rekstrarkostnað niður um 6,7 milljarða króna og enn meiri niðurskurðar er að vænta á næsta ári. Forstjóri Landspítalans (LSH) kynnti nýverið þær aðgerðir sem þar hefur verið gripið til og fyrir dyrum standa til að lækka rekstrarkostnað spítalans. Þar verður sólarhringsdeildum breytt í dagdeildir og göngudeildarþjónusta aukin. Það mun augljóslega fækka legudögum og þar með hafa veruleg áhrif á þjónustu við sjúklinga. Sjúklingar sem áður voru taldir þurfa á innlögn að halda og hjúkrun allan sólarhringinn, fá nú aðeins þjónustu á dagvinnutíma. (Feitletrun mín) Þjónusta við þá er skert verulega. Loka á skurðstofum bæði við Hringbraut og í Fossvogi sem leiða mun til þess að sjúklingar þurfa að bíða lengur eftir aðgerðum. Mikill árangur hefur náðst undanfarna mánuði og misseri við að stytta biðtíma eftir hinum ýmsu aðgerðum og því munu þeir sem nú þurfa að bíða eftir meðferð vikum og jafnvel mánuðum saman líta á það sem skerðingu á þjónustu. Vinnuskipulagi starfsmanna á LSH verður breytt, tímabundnir ráðningarsamningar verða ekki endurnýjaðir, reglur um yfirvinnu verða hertar og mælst er til þess að starfsmenn taki út áunnið orlof. Allt eru þetta skiljanlegar ráðstafanir þegar krafist er lækkunar rekstrarkostnaðar en munu leiða til þess að færri verða á vakt á hverjum tíma til að veita sjúklingum þjónustu. Meðallegutími sjúklinga á LSH hefur styst sem þýðir að þeir eru veikari en áður, þurfa enn meiri og flóknari hjúkrun. Þegar hjúkrunarfræðingum og öðrum starfsmönnum á vakt fækkar er hætt við að þjónustan verði lakari, gæðin minnki og öryggi sjúklinga og starfsmanna jafnvel ógnað.

 

Þetta er óhugnanleg framtíðaráætlun og skiptir okkur öll miklu máli.  Hvernig í ósköpunum á að senda fárveikt fólk heim að kvöldi og segja því að mæta aftur að morgni til að fá þá aðhlynningu og lækningu sem það þarfnast?  Eiga sjúklingar að ferðast í leigubílum fram og til baka , kvölds og morgna.  Ekki hafa allir bíl við hendina og ekki eru allir færir um akstur meðan læknismeðferð stendur yfir. Hvernig í ósköpunum er hægt að leggja upp með svona áætlun með fárveikt fólk í huga? 

Mér finnst mun nær að huga að því að varðveita gæði þjónustu á þeim spítölum sem við höfum nú og láta byggingu nýja spítalans bíða BETRI tíma 

 


mbl.is Nýr Landspítali mun rísa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri hjörtu og Davíð

Vinstri hjörtun skjálfa sem aldrei fyrr.

Merkilegt hve fólk metur aðstæður og ástand í landinu misjafnlega. 

Nýir ritstjórar eru ráðnir á Morgunblaðið.

Margir þar á meðal  bloggarar eru næstum að kafna yfir því.

Þjóðin hefur haft vinstri stjórn í nokkra mánuði.  Sú stjórn virðist ekki geta hugsað um nema eitt í einu.

Ekki eru  menn/bloggarar  að kafna yfir því.

Er ekki mun alvarlegra að stjórnin sem nú situr hefur EKKI aðhafst neitt til hjálpar heimilum landsins og atvinnurekendum enn sem komið er.

Allt snýst þar  um ESB og Icesave.

Forsætisráðherra er í feluleik:  Sé ekki, heyri ekki og tala ekki.  Hef svooo mikið að gera.

Aðrir ráðherrar virðast ekki hafa neitt til málanna að leggja. 

Nema Steingrímur Sigfússon, sem hefur staðið sig vel.

Þau hin eru bara  stikkfrí og í himnasælu með kaup og kjör.

Best að fara bara í bío eða þannig.  T. d. í Kanada eða hvað!

Vonandi munu nýir ritstjórar Morgunblaðsins  veita stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur það aðhald sem hún þarf.

Flugið hennar Jóhönnu er orðið algjör skelfing fyrir okkur farþegana og kominn tími til að flugturninn kalli hana inn til lendingar áður en allir horfa fram á algjört banaslys.

Morgunblaðsmenn.  Megi ykkur vegna vel.

Það er þungur róður framundan en blaðið hefur verið okkur mikilvægt áratugum saman og það er von mín að takist að halda því svo áfram.

 


Woman

AM_071111_PB110098Change Player Size

John Lennon - Woman

 

Woman I can hardly express,
My mixed emotion at my thoughtlessness,
After all I'm forever in your debt,
And woman I will try express,
My inner feelings and thankfullness,
For showing me the meaning of succsess,
oooh well, well,
oooh well, well,

Woman I know you understand
The little child inside the man,
Please remember my life is in your hands,
And woman hold me close to your heart,
However, distant don't keep us apart,
After all it is written in the stars,
oooh well, well,
oooh well, well,

Woman please let me explain,
I never mean(t) to cause you sorrow or pain,
So let me tell you again and again and again,
I love you (yeah, yeah) now and forever,
I love you (yeah, yeah) now and forever,
I love you (yeah, yeah) now and forever,
I love you (yeah, yeah)....

 

 

Þar sem konur koma saman er svo sérstaklega gott að vera.  Þó sérstaklega þegar eru jafn vænar konur og á þessum stað sem myndin sýnir. Fuglakonur á ferð í Oman.  Ekki kampavínsklúbburinn umtalaði heldur áhugakonur um fugla og lífins gæði.

þarna er snæddur hádegisverður við þær aðstæður sem buðust.  Og allir glaðir í sól og hita.


Fljótt, fljótt er farinn ágætur maður

Ritstjórinn Ólafur Þ. Stephensen hefur látið af störfum. 

Ósköp gekk það fjlótt fyrir sig.   

Óskaplega hefur þetta verið brýnt að þeirra mati sem ráða.

Sem lesandi/áskrifandi Mogga þakka ég Ólafi fyrir góðan árangur við að gera ágætt blað betra.

 


mbl.is Ólafur kvaddi starfsmenn Morgunblaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

September in the rain

 

September in the rain

The leaves of brown
Came tumblin' down, remember
In September in the rain

The sun went out
Just like a dying ember
That September in the rain

To every word of love
I heard you whisper
The raindrops seemed to play
A sweet refrain

Though spring is here,
To me it's still September
That September in the rain

To every word of love
I heard you whisper
The raindrops seemed to play
A sweet refrain

Though spring is here,
To me it's still September
That September in the rain
That September in the rain


Hvað er bakvið myrkur lokaðra augna?

Hvers vegna felur forsætisráðherra sig?

Hvers vegna neitar forsætisráðherra erlendum fréttamönnum um viðtal?

Hvers vegna heldur forsætisráðherra sig til hlés?

Hvers vegna er forsætisráðherra eins og lokuð bók þegar viðtöl við fjármálaráðherra og forsætisráðherra eru birt?

Forsætisráðherra situr eins og dæmd mannaeskja við hlið Steingríms, bóndasonarins úr Þistilsfirði, þegar ótal spurningar dynja á.

Steingrímur sýnir ótrúlegt úthald við hlið Jóhönnu. 

Hann er  í raun bæði forsætis- og fjármálaráðherra.  Hann svarar, hann talar við fréttamenn og almenning.  Hann heldur uppi merkjum þessarar ríkisstjórnar.  Hann einn virðist vera í jarðsambandi.

En hvar er skjaldborgin?

Er hún kannski skjaldbökuborg eins og bloggarinn Gurrí kemst svo vel að orði?

Skjaldbakan er afar lengi á leiðinni.  Svo það hlýtur að vera rétt.


Vont mál og sorglegt

Agabrot eða siðferðisbrot.  Ekki finnst mér leikmanninum vera stór munur þar á. 

Hitt veit ég að unglingsstúlkur eru viðkvæmar fyrir því hvernig þeim óviðkomandi menn/konur snerta þær.  Þær hafa gjarnan ákveðinn radius sem ekki skal fara innfyrir. (Byggi á eigin reynslu og  annarra, sem ég þekki). 

Þetta eiga menn eins og séra Gunnar að vita og virða.   En þarna virðist vera brestur í hans sinni.

Mikil nánd er yfirþyrmandi og jafnvel ógeðsleg, þegar ekki er gagnkvæm tilfinning til slíks. Og getur valdið hræðslu og mikilli andúð.

Hinu trúi ég og það er, að séra Gunnar sé prýðis prestur, góður maður og hæfileikamaður á margan hátt.

Væri ekki millivegurinn bestur.  Prestur komi aftur til starfa en komi ekki að starfi með unglingunum.

Mörg sóknarbarna sakna hans eins og fram hefur komið í fréttum af þessu máli.   Verður ekki að virða þeirra sjónarmið?

Og hlíta dómi: Séra Gunnar var sýknaður í héraðsdómi og féllst Hæstiréttur á þá niðurstöðu.

 


mbl.is Siðferðisbrot en ekki agabrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sag mir wo die Blumen sind

Sag mir, wo die Blumen sind.
Wo sind sie geblieben?
Sag mir, wo die Blumen sind.
Was ist geschehn?
Sag mir, wo die Blumen sind.
Mädchen pflückten sie geschwind.
Wann wird man je verstehn?
Wann wird man je verstehn?

Where have all the flowers gone
Long time passing?
Where have all the flowers gone
Long time ago?
Where have all the flowers gone
Girls have picked them everyone.
When will we ever learn?
When will we ever learn?

Sag mir, wo die Blumen sind,
wo sind sie geblieben?
Sag mir, wo die Blumen sind,
was ist geschehn?
Sag mir, wo die Blumen sind,
Mädchen pflückten sie geschwind.
Wann wird man je verstehn,
wann wird man je verstehn?

Sag mir, wo die Mädchen sind …
Männer nahmen sie geschwind.

Sag mir, wo die Männer sind …
Zogen fort, der Krieg beginnt.

Sag, wo die Soldaten sind …
Über Gräbern weht der Wind.

Sag mir, wo die Gräber sind …
Blumen wehn im Sommerwind.

Sag mir, wo die Blumen sind …
Mädchen pflückten sie geschwind.
mbl.is Lagt hald á 440 kannabisplöntur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð í tíma töluð.

Gott er að fá skrif sem þessi birt í þekktu dagblaði eins og die Zeit, vefsíðu.

Það má með sanni segja að hegðun Breta og Hollendinga er alls ekki sæmandi. 

Stórþjóðir og gamlar nýlenduþjóðir ráðast að smáríki sem að mannfjölda er eins og hverfi í stórborg þessara landa.

Hvar voru þessar þjóðir á vaktinni þegar íslensku bankabjánarnir komust upp með ofurgræðgi sína?  Áttu þær ekki að skoða betur gang mála og hversu öruggt var að leggja inn á Icesave  með háu vextina?

Var ekki allt í lagi með þetta lið að skoða ekki betur þegar bjánarnir "fjárfestu" í öllu mögulegu og ómögulegu í þessum löndum og víðar.

Þessir gaurar brugðust en maður hefði ætlað að þeir væru klárari, hoknir af reynslu í fjármálageiranum.

 

Frétt af mbl.is

Hegðun Breta og Hollendinga ekki sæmandi


mbl.is Hegðun Breta og Hollendinga ekki sæmandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband