Peningaplokk á Rangárbökkum

Dagana 13. til 16. ágúst
var haldin sumarhátíð fyrir
alla fjölskylduna á Rangárbökkum
við Hellu og þessa
sömu daga fóru fram Töðugjöld
með fjölbreyttri dagskrá og
brekkustemningu.

Þangað mætti ég ásamt þremur hestakonum.  Ein þeirra mætti til að keppa og var hesturinn hennar með í för,  í kerru, sem jeppinn dró.  Þegar komið var að inngangi tók á móti okkur kona ein, ákveðin í bragði.  Hún rukkaði okkur hverja um sig  um þrjú þúsund krónur fyrir að fara inn á svæðið, líka keppniskonuna ungu, sem einnig þurfti að greiða þrjú þúsund krónur fyrir að að keppa.

Mér finnst þetta óttalegt peningaplokk að taka heilar þrjú þúsund krónur fyrir að fara í tæplega  tvær klst. inn á svæðið til að fylgjast með keppni ungmenna.  Af hverju má ekki verðleggja þetta á þann veg að menn greiði daglega fyrir að fara inn á svæðið? Og þeir sem ætla að vera allan tímann greiði í samræmi við það.

Einhvern veginn lyktar þetta af 2007 græðginni.  Mér finnst allavega hreinasti ruddaskapur að rukka þátttakendur í keppni (atriði á þessari skemmtun) um sama  inngangseyri og gesti.  Eða eru kannski aðrir skemmtikraftar rukkaðir?  Einnig að þurfa að greiða sama gjald fyrir stutta stund á svæðinu og þeir sem dvelja þar alla dagana.  Og njóta þess alls sem uppá er boðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband