Færsluflokkur: Lífstíll
5.1.2010 | 22:50
Forseti íslands fer offari
Óskaplega höfum við valið okkur mikla dramadrottningu fyrir forseta.
Athyglissjúkur maður sem hefur lítinn hluta þjóðarinnar að baki sér en finnst sjálfsagt að láta "ljós" sitt skína þegar það á alls ekki við.
Forseti er ekki kosinn til að taka fram fyrir hendurnar á Alþingi.
Ekki er ég hrifin af Icesafe málinu og afgreiðslu þess frekar en svo margir aðrir landar mínir.
Hitt er svo annað mál að ég tel ekki rétt að forseti landsins taki sér einræðisvald eins og nú hefur gerst.
Það er væmin lykt af þessu verki hans.
Kannski fnykur undan feldi en þar dvaldi hann heimskulega lengi.
Staðfestir ekki Icesave-lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2010 | 21:49
Allir komu þeir aftur og forsetinn fellur í eigin gryfju
Þá eru allir hestanir mættir í húsið.
Það er merkilegt en maður fann mun á andrúmsloftinu þegar sá fimmti skilaði sér.
Sá var í tamningu í sveitinni og kom seinna en hinir.
Nú eru þeir sáttir. Allir eru mættir.
Það ríkir ró og friður. Sáttir bræður saman á ný.
Ekki eingöngu skyldleiki tengir hesta saman heldur líka samveran í húsi og í haga árum saman.
Það eru margar hliðar á hestamennsku. Að fylgjast með atferli hrossa er ein og ekki sú sísta.
Að öðru:
Óskaplega höfum við valið okkur mikla dramadrottningu fyrir forseta.
Athyglissjúkur maður sem hefur lítinn hluta þjóðarinnar að baki sér en finnst sjálfsagt að láta "ljós" sitt skína þegar það á alls ekki við.
Forseti er ekki kosinn til að taka fram fyrir hendurnar á Alþingi.
Ekki er ég hrifin af Icesafe málinu og afgreiðslu þess frekar en svo margir aðrir landar mínir.
Hitt er svo annað mál að ég tel ekki rétt að forseti landsins taki sér einræðisvald eins og nú hefur gerst.
Það er væmin lykt af þessu verki hans.
Kannski fnykur undan feldi en þar dvaldi hann heimskulega lengi.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2010 | 01:35
Nýtt ár
Þetta er ekki áramótaheit.
Ljóð og lag er samt við hæfi. Það kemur hér á eftir. Þ.e.a.s. ljóðið.
Frank Sinatra gerði það ódauðlegt.
Og þetta er einmitt ljóðið sem hæfir nú:
MY WAY
And now, the end is near, and so I face, the final curtain.
My friend, I'll say it clear,
I'll state my case, of which I'm certain.
I've lived, a life that's full, I've traveled each and every highway.
And more, much more than this,
I did it my way.
Regrets, I've had a few, but then again, too few to mention.
I did, what I had to do, and saw it through, without exemption.
I planned, each charted course, each careful step, along the byway,
and more, much more than this,
I did it my way.
Yes, there were times, I'm sure you knew,
When I bit off, more than I could chew.
But through it all, when there was doubt,
I ate it up, and spit it out.
I faced it all, and I stood tall,
and did it my way.
I've loved, I've laughed and cried,
I've had my fill; my share of losing.
And now, as tears subside, I find it all so amusing.
To think, I did all that, and may I say --- not in a shy way,
"Oh no, oh no not me,
I did it my way".
For what is a man, what has he got?
If not himself, then he has naught.
To say the things, he truly feels,
And not the words, of one who kneels.
The record shows, I took the blows ---
And did it my way!
I did it my way.
Ekki endanleg kveðja en eins konar uppgjör er eitthvað hendir okkur öll einu sinni eða oftar á lífsleiðinni. Horfast í augu við fortíðina. gera upp við hana og mæta nýjum áskorunum í lífinu.
Stutt er lífið -
lítið eitt af von sem deyr
dálítið af draumum
og síðan - ekki söguna meir.
Eða kannski draumar sem rætast, hvað veit maður svo sem?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2009 | 11:57
Áramótabrenna við hesthúsahverfi
Eftirfarandi frétt er á síðu hestamannafélagsins Andvara:
Bæjarráð Kópavogs, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Heimbrigðiseftirlitið og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafa heimilað að áramótabrenna verði staðsett við efstu húsin á Heimsenda við reiðstíginn sem liggur frá hesthúsasvæðinu að Elliðavatni. Brennan er aðeins í 140 metra fjarlægð frá húsunum, sem flest eru með hestum í. Enginn þessara opinberu aðila bað um umsögn Andvara áður en leyfið var veitt og því var það ekki fyrr en hleðsla brennunnar hófst sl. mánudag að hestamenn vissu af þessari ákvörðun.
Þá strax þá hafði formaður Andvara samband við leyfisveitendur og bað um að leyfið yrði afturkallað eða brennan færð lengra í burtu, en enginn þessara opinberu aðila varð þeirri beiðni, því skv. reglugerð er brennan ekki á hættusvæði né of nálægt byggð. Formaður Andvara sat fund í gær 30. des. með bæjarstjóra, bæjarverkfræðingi og bæjarlögmanni Kópavogs og fulltrúa heilbrigðiseftirlitsins ásamt leyfishöfum til að reyna að fá brennuna flutta á annan stað, en án árangurs.
Rök okkar hestamanna eru þau helst að brennan er komin inn á umferðarsvæði hestamanna og inn fyrir hesthúsabyggðina og mjög nálægt hesthúsunum sjálfum eða 140 metra frá næsta húsi. Hestar eru mjög viðkvæmir fyrir reyk og lykt svo ekki sé talað um blossa og hávaða, ásamt því að svona samkomu (áramótabrennu) fylgir mikil umferð fólks og bíla. Héraðsdýralæknir deilir áhyggjum okkar Andvaramanna á þessum hræðilegu mistökum yfirvalda að heimila brennu svo nálægt hesthúsum."
Er þetta ekki alveg lygilegt?
Að mönnum skuli detta í hug að setja bálköst í nágrenni við hesthús með öllum þeim umgangi sem slíku fylgir og vitandi að hestar eru afar viðkvæmir fyrir reykjarlykt.
Yyfirgangur gagnvart hestamönnum á þessu svæði er ekki nýr af nálinni. Gengdarlaus frekja og tillitsleysi hefur verið ríkjandi af hálfu yfirvalda í Kópavogi í nokkur ár. Gott dæmi er bygging risastórs óþróttahúss við veggi hesthúsa á Heimsenda. Og uppfylling Kjóavalla með sífelldum akstri malarflutningabíla mánuðum saman, ár eftir ár. Þar var eyðilegt indælt svæði sem notað var fyrir reiðskólahesta á sumrin.
Á gamlárskvöld leggja hestamenn áherslu á að búa sérlega vel að hestum sinum, hafa útvarp í gangi hjá hestunum, byrgja fyrir glugga og gera altt sem hægt er til að skapa ró og frið. Og koma í veg fyrir að lætin frá flugeldum og öðru slíku vekji ótta þeirra.
Þetta birtist á ruv:
Íþróttafélagið HK ætlaði að halda átti flugeldasýningu við brennuna í kvöld en horfið var frá því. Jón Viðar Stefánsson, einn af forsvarsmönnum brennunnar, hvetur fólk til að skilja flugelda eftir heima. Hann segir að verði vindátt þannig að reykinn myndi leggja yfir hesthúsabyggðina verði ekki kveikt í bálkestinum.
Árni Johnsen ætlar að taka nokkur lög fyrir gesti á þessari brennu sem telst ein sú stærsta á höfuðborgarsvæðinu.
frettir@ruv.is
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2009 | 21:49
Afmæli Landssambands hestamannafélaga
Félagið LH er sextugt í dag.
Við Sigvaldi Sigurjónsson fórum í dag til að fagna sextugs afmæli Landssambands hestamannafélaga í Iðnó.
Fornaður LH í 12 ár var Steinþór Gestsson frá Hæli. Hann tók saman sögu félagsins í 35 ár og nefndi : Í morgunljómanum.
Sérstaklega gaman var að sjá hesta og knapa koma eftir Fríkirkjuvegi með fána við hún. Fánareið.
Maður leyfði sér að láta ættjarðarástina blómstra og hrifninguna á íslenska hestinum, þessari dásamlegu lífveru sem þyrlar upp ótrúlegu stolti og væntumþykju.
Maðurinn einn er ei nema hálfur,
með öðrum er hann meiri en hann sjálfur.
Fákar eftir Einar Benediktsson
Lífstíll | Breytt 25.12.2009 kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2009 | 23:00
Barnalán og fleira
Hvernig er hægt að láta þá foreldra sleppa, sem notuðu kennitölur (nöfn) barna sinna til að fá LÁN. Margar milljónir. Og þessi lán eru nú afskrifuð, Nú eru þau talin ólögleg en voru það ekki þá. Við vitum það núna. Tilgangur lántöku er augljós. Græða. Græða. Græða.
Auðvitað eiga þessir foreldrar að fá refsingu fyrir svona hegðun. Það bara á ekki að láta þetta afskiptalaust. Þvílíkur ruddaháttur gagnvart börnum.
Slík framkoma gagnvart minnimáttar er særandi.
Og enn er haldið áfram. Villikindur í Tálkna fá gríðarlega athygli og allt er gert til að drepa þessi dýr. Dýr sem engum gera neitt og eru ekki fyrir neinum. Þau skulu drepin. Þau sem náðust eru sett á bíl og ekið til Sauðárkróks til slátrunar. Þar kemur í ljós að kindurnar eru ágætlega haldnar. Eftir að þær hafa verið drepnar.
Það er sem sagt lagt á þessar villikindur að flytja þær um langan veg til að drepa þær.
Svo ömurlegt, svo ljótt.
Áfram skal skoðað hvað gerist.
Íslendingar mega nú horfa uppá það að afskrifaðar eru milljónir/milljarðar skulda auðmanna. Og á meðan sitja þeir í eignum sínu, halda áfram dýrum lífsstíl , byggja sumarbústaði og virðast ekki þurfa að slaka á í nokkrum hlut.
Á sama tíma þurfa landarnir að berjast við að stand skil m.a. á myntkörfulánum.
Lán sem nú að eru jafnvel talin ólögleg.
Raunar býðst okkur nú að framlengja þessi lán um þrjú ár, sem DV úskýrði þannig: Borgaðu fyrir þrjá bíla og fáðu einn.
Glæsileg leiðrétting til þeirra sem tóku lán í góðri trú og með vinsamlegum leiðbeiningum bankasérfræðinga.
Og við landarnir höfum þurft að hlusta, lesa og upplifa þvílíkt endemis rugl um Icesave og ESB og AGS, þar sem hver höndin er uppi á móti annarri. Ekki nokkur vegur að skilja hvað hver flokkur vill, ætlar eða leggur til í þeim efnum. Enda hver höndin uppi á móti annarri.
Og forsætisráðherra virðist telja að okkar bíði himnaríki með inngöngu í EBS.
OMG
Þvílík framtíðarsýn.
Takk fyrir kærlega!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2009 | 22:15
Stormy weather
Sigurður Stormur spáir roki á landinu. Mér finnst því við hæfi að rifja upp gamalt blueslag Stormy weather, sem er flutt alveg frábærlega af Billie Holiday.
Ted koehler / harold arlen
Dont know why theres no sun up in the sky
Stormy weather
Since my man and I aint together,
Keeps rainin all the time
Life is bare, gloom and misry everywhere
Stormy weather
Just cant get my poorself together,
Im weary all the time
So weary all the time
When he went away the blues walked in and met me.
If he stays away old rockin chair will get me.
All I do is pray the lord above will let me walk in the sun once more.
Cant go on, evry thing I had is gone
Stormy weather
Since my man and I aint together,
Keeps rainin all the time
Dapurlegt og hrífandi.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2009 | 21:14
Sendiráð og skyldar skrifstofur
Af gefni tilefni endurtek ég þessa færslu um starfsemi utanríkisþjónustu Íslands:
Hér er fjallað um nauðsyn þess að halda úti sendiráðum út um heim allan: http://finni.blog.is/blog/finni/entry/961650/#comments
8.1.2009 | 20:20
Hvaða sendiráð þurfum við nauðsynlega?
- Ræðisskr. New York
- Ræðisskr. í Winnipeg
- Fastanfnd hjá CTBTO, Vín
- fn. hjá EFTA, Genf
- Fn. hjá Evrópuráðinu
- Fn. hjá FAO, Róm
- Fn. hjá IAEA, Vín
- Fn. hjá IFAD, Róm
- Fn. hjá ILO, Genf
- Fn. hjá ITU, Genf
- Fn. hjá NATO, Brussel
- Fn. hjá OECD, París
- Fn. hjá OPCW, Brussel
- Fn. hjá UNESCO, París
- Fn. hjá WTO, Genf
- Fn. hjá WHO, Genf
- Fn. hjá WIPO, Genf
- Fn. hjá Sþ., Genf
- Fn. hjá Sþ., New York
- Fn. hjá Sþ., Vín
- Fn. hjá WFP, Róm
- Fn. hjá ÖSE (OSCE), Vín
Er ekki ágætt að skoða þetta með sparihnífinn í huga?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2009 | 12:28
Farfuglar í Evrópu
S.l. helgi fór fram talning farfugla í mörgum löndum Evrópu alveg frá Rússlandi, frá Möltu til Noregs og Portugal til Tyrklands. Flestir voru fuglar taldir í Rússlandi, þar næst í Ungverjalandi. Þjár algengustu tegundirnar voru:
1. Starri Sturnus Vulgaris,
2 Stokkönd Mallard anas Platyrhychos
3. Bleshæna Fulica atra.
Heimild: BirdLife News Alert - Latest News
|
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2009 | 22:53
Ferð í fuglafriðland við Grunnafjörð
Ferð Landverndar, Fuglaverndar og Græna netsins í fuglafriðlandið við Grunnafjörð.
Grunnafjörður.
Grunnafjörður var gerður að friðlandi árið 1994 og samþykktur sem
Ramsarsvæði 1996, alls 14,7 km2. Er fjörðurinn eina Ramsarsvæðið á Íslandi sem liggur að sjó. Víðlendar leirur eru í Grunnafirði um 12,5 km2og má segja að fjörðurinn sé frekar leirulón en eiginlegur fjörður. Leirur eru gjarnan auðugar af burstaormum svo sem sandmaðki og leiruskera og fer það eftir seltumagni hvaða tegund er ríkjandi. Nokkuð er um krækling og sandskel, fjöruflær og lónafló eru algengar.
Margir vaðfuglar, svo sem sendlingur, lóuþræll, sandlóa og tjaldur; byggja tilveru sína á lífríki leiranna. Í firðinum halda til margir æðarfuglar. Margæs hefur viðkomu í Grunnafirði (um 25 % stofnsins) á ferðum sínum frá meginlandi Evrópu til heimsk utasvæðanna vor og haust en fjörðurinn er sérstaklega mikilvægur fyrir ýmsa fargesti auk margæsar t.d. rauðbrysting (1-2 5 af stofninum). Margar fuglategundir treysta á Grunnafjörð á veturna og má þar meðal annars nefna tjaldinn. Um ósinn synda laxar á leið í Laxá í Leirársveit.
Við fórum að skoða þennan merkilega fjörð laugardaginn 3. október s.l. Fararstjóri var Einar Þorleifsson frá Fuglavernd, Sigrún Pálsdóttir frá Landvernd og Mörður Árnason hélt fróðlegt og skemmtilegt erindi um fyrirhugaðar vegalagningu/ vangaveltur þar um í friðlandinu og kom víða við.
Þetta var frábærilega skemmtileg ferð og fróðleg.
Kona í hópnum hafði alist þarna upp og sagði okkur frá sinubruna sem varð á Lambhaganesi. Hún var þá barn að aldri en þetta hafði gífurlega mikil áhrif á hana og sérstaklega að sjá að sumir fuglarnir höfðu ekki yfirgefið hreiður sínu og brunnið til bana.
Einar miðlaði okkur af þekkingu sinni og hann var með skóp meðferðis þar sem allir höfðu tækifæri til að skoða fuglana betur en í sjónauka. Margæsir, brandendur, mikill fjöldi stokkanda og tjalda voru áberandi. Heiðlóur í vetrarbúningi, stelkar, lóuþrælar, fjöruspói einn og sér setti svip sinn á lífið þarna.
Einar vakti athygli á að við höfum verið spör á Ramsarsvæði og lét í ljós þá skoðun að við gætum auðveldega haft a.m.k. 70 slík svæði á landinu okkar. Mig minnir að Danir eigi 27 svæði og Grænlendingar 9, Svíar 57 ef ég man rétt en nú ætla ég ekki að fullyrða neitt.( Léttur Alzheimer án þess að ég hafi fengið sérfræðing frá BH/Hreyfingunni til að greina það.)
Við landarnir ættum að skoða okkar gang betur þar sem lýtur að friðun svæða og verndun fugla. Og standa við það.
Í fjarðarmynninu hafa verið lagðar rafmagnslínur. Þær drepa óhugnanlega marga fugla, sem fljúga inn fjörðinn í kvöldhúminu og rökkrinu dægrin löng. Það ætti ekki að vera ofverkið að koma þessum drápslínum í jörð.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)