Forseti íslands fer offari

Óskaplega höfum við valið okkur mikla dramadrottningu fyrir forseta.

Athyglissjúkur maður sem hefur lítinn hluta þjóðarinnar að baki sér en finnst sjálfsagt að láta "ljós" sitt skína  þegar það á alls ekki við. 

Forseti er ekki kosinn til að taka fram fyrir hendurnar á Alþingi.

Ekki er ég hrifin af Icesafe málinu og afgreiðslu þess frekar en svo margir aðrir landar mínir.

Hitt er svo annað mál að ég tel ekki rétt að forseti landsins taki sér einræðisvald eins og nú hefur gerst.

Það er væmin lykt af þessu verki hans.

Kannski fnykur undan feldi en þar dvaldi hann heimskulega lengi.


mbl.is Staðfestir ekki Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband