Færsluflokkur: Lífstíll
7.6.2010 | 00:33
Guðlaugur Þór! Er ekki kominn tími til að vakna?
Maður sem hefur þegið 25 milljónir í styrki til að koma sér áfram í prófkjöri
Hvar er hann staddur á skalanum ég um mig frá mér til mín?
Allt í lagi þetta er bara allt í lagi
Farðu nú í gang og reyndu að skilja að þetta er bara EKKI í lagi.
Auðvitað á formaður Sjálfstæðisflokksins ekki að segja þér fyrir verkum. Það er ekki í anda Sjálfsstæðis flokks.
Þú, Guðlaugur átt að sjá að það er fáránlegt að hanga í þessari sjálfsblekkingu.
Er ekki kominn tími til að tengja ... við raunveruleikann.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.6.2010 | 18:39
Hvað veldur þessum fresti?
Undarlegt er að lesa þetta svar nýja bankastjórans:
"Í ýtarlegu viðtali við Sunnudagsmoggann segir Höskuldur skráninguna ganga vel þótt hún sé á eftir áætlun. Inntur eftir því hvort sú ákvörðun standi að Jóhannes Jónsson í Bónus og æðstu stjórnendur Haga fái 15% forkaupsrétt á hlutabréfunum í fyrirtækinu segir hann ekki hafa verið tekna ákvörðun um að breyta henni."
Hvernig er yfirleitt hægt að láta Jóhannes Jónsson í Bónus vera ráðandi í Högum? Er maðurinn ekki gjaldþrota í raun? Og með sótsvarta samvisku gegnvart þjóðinni? Býr í margskuldsettu húsi sem er skráð á fyrirtæki í hans eign. Það þarf ekki að fjölyrða um þessa fjölskyldu. Þau eru svo gjörsamlega búin að yfirkeyra allt að maðður á ekki til orð en þetta lýsir þvi:
Nú er nóg komið.
Það er full ástæða til að ganga til verks eins og maður, bankastjóri góður.
Lát það verða þitt góða verk að hreinsa til þarna svo við getum verið stolt af okkar banka og hans fólki loksins eftir hroðalegt tímabil.
Búnaðarbankinn/Arion banki hefur verið minn banki um árabil. Hann hefur átt sínar nafnabreytingar rétt eins og hinir bankarnir. Fyrir mér er hann samt alltaf gamli Búnaðarbankinn.
Það væri mikið ánægjuefni að sjá menn þar vinni vinnuna sína með reisn.
Skráningu Haga frestað til hausts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2010 | 23:49
Fiðlarinn á þakinu
Tilvonandi borgarstjóri í Reykjavík, Jón G. Kristinsson fór upp á þak í dag.
Og mér datt í hug þessi ágæti söngleikur:
Hver veit nema Jón verði ríkur já og vinir hans líka.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.6.2010 | 21:34
Plágurnar þrjár og yfirlit
Eftir hrun höfum við landsmenn mátt þola þrjár erfiðar plágur:
Sú fyrsta var eldgos og þar af leiðandi slæmar afleiðingar. Fyrir fólk og skepnur á allan hátt.
Og önnur var hestakvefið, sem hefur valið miklu fjárhagslegu tjóni fyrir marga en vonandi ekki langvarandi heilsufarstjóni fyrir hrossin okkar.
Þriðja plágan er úrslit borgarstjórnarkosninga í höfuðborginni, Reykjavík. Þar komst að trúður sem lofaði að hygla vinum sínum og græða sjálfur gnótt fjár. Já fá þægilega innivinnu.
Og nú horfa undrandi landsmenn á forsvarsmenn þess flokks sem nefnist Besti flokkurinn ( mjög lítillát nafngift) segja frá að þeir ætli að taka sér góðan tíma til að skoða innviði borgararstjórnar ef ég skil þá rétt.
Í vinnslu er leit að sakamönnum úr bankageiranum og glæpamönnum meðal svokallaðra útrásarvíkinga. þá má nefna rannsókn á stjórnmálamönnum m.a. með íþyngjandi styrki. Endurskoðendur og lögfæðinga, sem ekki virðast hafa ratað veginn hreina.
Eða er ég komin of langt í von um betri tíð? Er nokkur að hrófla við lögfræðingum?
Hvað um það. Hörmungar þær sem yfir okkur hafa dunið virðast jafnvel hafa góð áhrif á margan hátt.
Þjóðin hefur fundið leið til að virða gamla og góða siði. Nýta og virða gamalt handverk og bera virðingu fyrir því sem iðkað hefur verið um langa tíð. Græðgin hefur verið stöðvuð meðal almennings enda sem betur fer ekki komin á hátt stig þar. Lífið er að verða eðlilegra þrátt fyrir gríðarlega fjárhagserfiðleika hjá alltof mörgum.
Fólk er komið á þann stað að sjá og vita hvað það getur og getur ekki.
Lánin sem okkur voru veitt í góðu samráði við banka "sérfræðinga" svo sem myntkörfulán til húsakaupa og bílakaupa haf reynst svikalán. Og við almenningur, sem tók þessi lán í góðri trú megum nú borga mánuð eftir mánuð yfirgengilegar ofurgreiðslur en lánveitandinn brosir gullbrosi.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2010 | 00:04
Jón Georg Gnarr Bjarnfreðarson ekki á plani
Úrslit kosninga í Reykjavík eru afar sérstök.
Eigum við að þurfa að horfa á Jón Gnarr Georg Bjarnfreðarson í sæti borgarstjóra næstu mánuðina? Og þá segi ég ef guð lofar. Hann bara getur ekki verið svo vondur að láta okkur sitja uppi með þann mann í heil fjögur ár.
Er ekki búið að leggja nóg á okkur blessaða þjóðina?
Þat es helnauð en vér verðum hylja harm.
Held að einhver úti á plani hentaði betur í borgarstjóraembættið.
Megi allar góðar vættir vernda okkur og gefa okkur betri tíð sem fyrst.
Kjósendur hafa valið og þetta er niðurstaðan. Sorglegt en satt.
Og fólk fær yfir sig það sem það á skilið.
Nú verðum við að vona og biðja til guðs að þessi niðurstaða sé ekki eins heimskulega og hún lítur út fyrir að vera.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.5.2010 | 23:06
Hvar er vitið? Hvar er vonin?
Kosningabaráttan nú er í lægð, fólk veit ekki sitt rjúkandi ráð. Skyldi engan undra.
Sýnu verst standa mál í Reykjavíkurborg.
Vissulega er ástand mála undarlegt. Og ferillinn sem að baki liggur vægast sagt skrautlegur. Borgarstjórarnir voru fjórir á þessu líðandi kjörtímabili. Eða hvað: Vilhjálmur, Dagur, Ólafur Friðrik og Hanna Birna. Vonandi rétt munað.
Og nú og nú: Menn láta sér Bestaflokkinn vel líka eftir því sem skoðanakannanir sýna. Menn verða þó að muna og vita og vera sér þess vel meðvitaðir að þeir fá það sem þeir eiga skilið þegar kosið er.
Þess vegna er eins gott að horfa til framtíðar og láta skynsemina ráða.
Frjálslyndi flokkurinn er góður valkostur og Helga Þórðardóttir oddviti flokksins er trúverðug og heiðarleg kona. Það væri sannarlega góð ástæða til að gefa henni tækifæri til að standa fyrir málefnum flokks síns og segja skilið við grínið í kosningabarátttunni.
Frjálslyndi flokkurinn er góður kostur fyrir þá sem ekki hafa trú á "gömlu" flokkunum. Og vilja ekki velja grínara í stjórn höfuðborgar Íslands. Og þora ekki að kjósa Hönnu Birnu sem hefur reynar að mínu áliti staði sig ágætlega.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2010 | 23:22
Grínframboð
Eiginlega veit ég ekki hvað ég á að halda um framboð Bestaflokksins. Er þetta grín eða er þetta alvara?
Skv. skoðanakönnunum hefur þessi flokkur nægilegt fylgi til að fleyta 8 manns inn að stjórnarborðinu í Reykjavíkurborg. Hreina meirihluta.
Mér finnst það fremur undarlegt að fólk sem vill svo mjög ná fram afgerandi breytingu skuli ekki líta til Frjálslynda flokksins, Sá flokkur hefur þó tórað í 12 ár og stendur fyrir heiðarlegum máefnum. Víst hefur spillt fyrir flokknum að innanhúsdeilur hafa verið erfiðar. Menn hafa komið og farið. Þó má segja að kjarninn í þeim flokki sé seigur og staðfastur.
Nú hefur stigið á stokk í Frjálslynda flokknum kjarnorkukona, Helga Þórðardóttir og hún lætur verulega að sér kveða. Það er full ástæða til að hlusta á þessa ágætu konu og virða hennar málflutning. Hún er að vísu ekki grínari en gætu menn ekki skoðað í fullri alvöru hvað hún hefur fram að færa.
Glaumur og glys grínista og þjóðþekktra einstaklinga úr leikarageiranum er ekki endilega það sem við þurfum og leitum eftir á þessum erfiðu tímum.
Vissulega er skemmtilegt að fá hressa og fjöruga einstaklinga fram á sviðið sem vilja sigra í kosningunum. En hvað svo? Ekki verður endalaust hlegið. Skoðanalaus flokkur með skemmtanagildi augnabliksins er ekki það sem við þörfnumst.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2010 | 00:08
Seljum ekki auðlindir okkar
- Bú er betra,
- þótt lítið sé.
- Halur er heima hver.
- Blóðugt er hjarta
- þeim er biðja skal
- sér í mál hvert matar.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2010 | 23:15
Fjöldamorð
Her skotveiðimanna skaut 700 svartfugla
Þrjátíu manna hópur úr Hinu íslenska byssuvinafélagi skaut sjö hundruð svartfugla
í nágrenni Látrabjargs. Leigður var hvalaskoðunarbátur til fararinnar sem
lýst er sem ævintýralegri. Listakokkur annaðist villibráðarveislu í Svefneyjum.
Þessi frétt birtist í Fréttablaðinu þann 13. maí s.l.
Hvað er að þessu fólki? Fær það ekki nóg að borða dag hvern?
Er þetta ekki óþarflega mikil drápsgleði og grimmd?
Fuglavernd mun vonandi gera athugasemd við þessari ógeðslegu drápsfýsn manna sem eru í "Hinu íslenska byssuvinafélagi".
Þeir ættu að skammast sín og nota byssurnar á vernduðum svæðum fyrir vitleysingja.
Þar ættu þeir að komast hjá því að gera illt af sér.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.5.2010 | 22:43
Fýluframboð í Garðabæ
Prófkjör Sjálfstæðismanna í Garðabæ fór fram fyrir nokkrum vikum. Úrslit voru voru afgerandi og menn skoðuðu listann vel. Úr varð að efsti maður skipti við dömu og tók 6. sætið. Flott hjá honum. Önnur dama, sem varð heldur neðar en hún hafði til ætlast neitaði að taka sæti á listanum og er nú komin í sérframboð.
Tapsár telpa.
Garðabær stendur alveg ágætlega og við getum verið stolt af okkar fólki. Engar kollsteypur í okkar bæ.
Samfylkingin í Reykjavík ætti að hugsa sinn gang þegar menn þar á bæ nota atvinnuleysi og úrræðaleysi sem dæmi um lélega stjónrsýslu. Það er bara það sem ríkisstjórnin þeirra og VG hefur sýnt síðan þeir komust til valda.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)