Áframhaldandi eignarhlutur Jóhannesar Jónssonar í Högum er sögð lykilatriði í fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins og hafa engar skorður verið settar á hann og fjölskylda hans geti aftur eignast fyrirtækið. Sagt var frá þessu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins og var vísað í kynningu á fyrirhuguðu útboði í því sambandi.
Reynsla Jóhannesar er enn sögð lykilatriði til að tryggja framtíð Haga. Þetta kom fram á fundi Arion banka með mögulegum fjárfestum á dögunum.
Bónusfjölskyldan tapaði Högum í fang Arion banka sem ætlar að skrá fyrirtækið á markað í haust. Stjórnendur, -með stjórnarformanninn Jóhannes Jónsson í broddi fylkingar, -hafa forkaupsrétt að fimmtán prósenta hlut. Hitt verður selt í útboði í kauphöllinni.
Nýr bankastjóri Arion, Höskuldur H. Ólafsson vildi ekki veita viðtal vegna þessara mála þrátt fyrir nokkurra vikna eftirgang. Eina svar bankans er klifun á því að skráningin frestist fram á haust. (EYJAN)
Hvers vegna í ósköpunum á þetta að viðgangast?
Hvað þá með þær mörgu fjölskyldur sem missa íbúð sína á nauðungaruppboði fyrir brotabrot af skuldum Bónusfjölskyldunnar? Já bílinn, heimilið, æruna, hamingjuna, fjölskylduna og jafnvel lífið.
Við horfum uppá það mánuð eftir mánuð að fólk engist í örvæntingu meðan ekkert er að gert af hálfu "hreinu vinstri stjórnarinnar" þeim til bjargar.
Þessi andstyggilega, lágkúrulega og glæpsamlega mismunun á almennum borgurum og svokölluðum auðmönnum verður ekki líðandi lengur.
Ömurlegt er að Jón Ásgeir Jóhannesson er hrikalega óheiðarlegur maður og óforskammaður í sínum svokölluðu viðskiptum. Mér virðist þau flokkast undir hreina Mafíutakta eins og maður les um og sér t.d. í kvikmyndum.
Sjáum t.d. hvernig honum tekst að koma með milljarð inn í 365 mitt í öllu þessu fárviðri þegar er reynt að frysta eignir hans um allan heim. Er þetta eðlilegt? Og Arionbanki virðist vera í lúkunum á honum.
Er jafnvel einhverskonar Mafía sem ræður á Íslandi nú um stundir? Sú Mafía teygir arma sína inn á Alþingi, í ríkisstjórnina, bankana og fjármagnsfyrirtækin og víðar.
Hvers vegna er svona brýnt að viðhalda ánauðinni á hinum almennu íslensku skuldaþrælum?
Hvers vegna er skuldurunum att saman og kynt undir öfund þegar útlit var fyrir að myntkörfuþrælarnir fengju leiðréttingu mála sinna?
Auðvitað eiga aðrir skuldaþrælar að fá leiðréttingu sinna mála eftir að gengistryggðu lánin hafa verið leiðrétt á sanngjarnan hátt þannig að raunhæft sé að fólk geti greitt skuldir sínar. Þá miða ég við að dómur er fallinn í þessu máli og best að sýna þjóðinni að yfirvöld taki mark á honum. Leiðrétting á öðrum lánum getur verið afturvirk. Þó þeir þufti að bíða þá verður það ekki óréttlátt.
Ég endurtek það sem ég hef margoft bloggað um hér að það er alls ekki eðlilegt að lánveitendur eigi að sleppa í gróða frá slíkum hremmingum sem þeim sem yfir okkur öll hafa gengið. Það má alveg skipta þessu á milli fólks.
Með hvaða launþega öðrum en Einar Karli stendur ríkisstjórnin ? Við heimili þess manns er Skjaldborgin í allri sinni dýrð.