Fjöldamorð

 

Her skotveiðimanna skaut 700 svartfugla

Þrjátíu manna hópur úr Hinu íslenska byssuvinafélagi skaut sjö hundruð svartfugla

í nágrenni Látrabjargs. Leigður var hvalaskoðunarbátur til fararinnar sem

lýst er sem ævintýralegri. Listakokkur annaðist villibráðarveislu í Svefneyjum.

Þessi frétt birtist í Fréttablaðinu þann 13. maí s.l.

Hvað er að þessu fólki?  Fær það ekki nóg að borða dag hvern?

Er þetta ekki óþarflega mikil drápsgleði og grimmd?

Fuglavernd mun vonandi gera athugasemd við þessari ógeðslegu drápsfýsn manna sem eru í "Hinu íslenska byssuvinafélagi".

Þeir ættu að skammast sín og nota byssurnar á vernduðum svæðum fyrir vitleysingja.

Þar ættu þeir að komast hjá því að gera illt af sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef aldrei skilið þessa drápsfýsn eða fíkn. Miklu skemmtilegra að sjá dýrin lifandi en dauð en hjá sumum er drápsfíknin fegurð lífsins yfirsterkari.

Hvað getur eiginlega verið "gaman" við að myrða saklaus, vinaleg og varnarlaus dýr sem eiga sér einskis ills von og hafa ekkert gert til að verskulda slíka grimmd frá fólki?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 00:11

2 Smámynd: Þór Ómar Jónsson

þetta er nú ekki svo agalega mikið. 23.3 fuglar á mann!

Þór Ómar Jónsson, 17.5.2010 kl. 00:11

3 Smámynd: Auður Matthíasdóttir

Já hugsið ykkur hvað þetta er ömurlegt.  Hver á að gæta dýranna?  Hvar er sú vakt?  Hvers vegna þykir mönnum með byssublæti svona gaman að drepa?  Hvað er að í sálarlífi þeirra?

Þakka ykkur innlit og athugasemdir, Hvur grefillinn og Þór Ómar!

Auður Matthíasdóttir, 17.5.2010 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband