Grínframboð

Eiginlega veit ég ekki hvað ég á að halda um framboð Bestaflokksins.  Er þetta grín eða er þetta alvara?

Skv. skoðanakönnunum hefur þessi flokkur  nægilegt fylgi til að fleyta 8 manns inn að stjórnarborðinu í Reykjavíkurborg.  Hreina meirihluta.

Mér finnst það fremur undarlegt að fólk sem vill svo mjög ná fram afgerandi breytingu skuli ekki líta til Frjálslynda flokksins,  Sá flokkur hefur þó tórað í 12 ár og stendur fyrir heiðarlegum máefnum.  Víst hefur spillt fyrir flokknum að innanhúsdeilur hafa verið erfiðar.  Menn hafa komið og farið.  Þó má segja að kjarninn í þeim flokki sé seigur og staðfastur. 

Nú hefur stigið á stokk í Frjálslynda flokknum  kjarnorkukona, Helga Þórðardóttir og hún lætur verulega að sér kveða. Það er full ástæða til að hlusta á þessa ágætu konu og virða hennar málflutning.  Hún er að vísu ekki grínari en gætu menn ekki skoðað í fullri alvöru hvað hún hefur fram að færa.

Glaumur og glys grínista og þjóðþekktra einstaklinga úr leikarageiranum er ekki endilega það sem við þurfum og leitum eftir á þessum erfiðu tímum.

Vissulega er skemmtilegt að fá hressa og fjöruga einstaklinga fram á sviðið sem vilja sigra í kosningunum.  En hvað svo?  Ekki verður endalaust hlegið.  Skoðanalaus flokkur með skemmtanagildi augnabliksins er ekki það sem við þörfnumst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband