Tiltekt

Össur utanríkisráðherra tók til.  Dömurnar hennar Ingibjargar Sórúnar voru færðar til og er það vel.

Baldur fékk á baukinn eftir að hafa keyrt Eimskip í kaf.  Baldur fékk ekki ofurlaun eins og hann taldi sig eiga  rétt á.

DV birtir  upplýsingar um kúlulán bankamanna.  Gott hjá DV  Og menn taka afleiðingum gjörða sinna og segja upp.  Sumir allavega.  Listinn er langur og merkilegt hve fólk var tilbúið að taka lán sem útilokað var að það gæti endurgreitt.

Hannes Smárason tekinn til skoðunar.  Er voða sár en hefði sennilega betur hugsað um afleiðingar sinna gjörða fyrr.

Baldur og Bolli ráðuneytisstjórar voru fluttir til.  Tiltekt  til hvers?

Bylting í VR

Hvar eru völd Bakkabræðra?  Exista enn á þeirra valdi?

Tiltekt í ríkisstjórninni?  Hvar er liðsandinn?  Steingrímur J. berst á hæl og hnakka og hefur sennilega aldrei á sínum pólitíska ferli þurft að horfast í augu við annað eins.  Ekki öfundsverður af því.  Að auki eru menn í hans liði honum erfiðir og jafnvel ósanngjarnir.  Menn mega segja sína skoðun en ef þeir eru í liði verða þeir að heyja baráttuna með sínum liðsforingja.  Maður getur ekki skipt um lið í miðjum leik.  Nema lyddur séu og liðleskjur.

Þór Saari þingmaður fór í tveggja vikna frí og rataði uppá hálendið til að labba svolítið um. Valgeir Skagfjörð leysir hann af.  Þór er sennilega svona aðframkominn eftir að berja búsáhöld í vetur.  Ekki hefur hann og hans félagar komið með eitursnjallar lausnir á vandanum enn sem komið er.

Ögmundur Jónasson  og Valgeir Skagfjörð fá það pent, hjá leiðarahöfundi Fréttablaðsins:  "skeggjaðar primadonnur, sem vilja búa til eftirvæntingu." 

Verkefni samgönguráðuneytisins færast yfir á lífeyrissjóðina.  En in the end þá mun ríkissjóður borga.  Og hver á að ákveða hvar framkvæmdir munu gangsettar? Engin tiltekt þar.

Landsvirkjun sér á eftir Friðrik Zophussyni  forstjóra og sendiherrafrú.  Hver tekur við Landsvirkjun og verður tiltekt þar á bæ?

o tempora o mores...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það reyndi eitt sinn  náungi að vippa sér yfir afgreiðsluna í Háaleitisútibúi Landsbankans og taka burt seðla .Honum var ekki kápan úr því klæðinu ,var hann nappaður og löggan búin að setja hann í járn , örfáum mínútum eftir ránið.Allir stoltir og glaðir sem hlut áttu að máli. Fékk hann dóm daginn eftir .Enginn seinagangur þar.Stoltar löggur.Næsta verkefni.......

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband