23.4.2009 | 23:54
Gleðilegt sumar
Þetta er bara svo óskaplega fallegt að það verður aldrei of oft kveðið
Dagný
Er sumarið kom yfir sæinn
og sólskinið ljómaði um bæinn
og vafði sér heiminn að hjarta,
ég hitti þig, ástin mín bjarta.
Og saman við leiddumst og sungum
með sumar í hjörtunum ungum,
hið ljúfasta, úr lögunum mínum,
ég las það úr augunum þínum.
Og húmi um heiðar og voga,
mun himinsins stjörndýrð loga
um ást okkar, yndi og fögnuð,
þó andvarans söngrödd sé þögnuð.
Lag og texti: Sigfús Halldórsson / Tómas Guðmundsson
Já þetta er fallegt og gott að njóta þess bæði að hlusta á og syngja með.
Megi sumarið verða okkur öllum gæfuríkt og gott.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.