20.4.2009 | 23:16
Brennið þið vitar
Það er gaman að skoða vita. Mikill fengur var að fá bókina : Vitar á Íslandi Leiðarljós á landsins ströndum 1878 - 2002. Að bókinni unnu Guðmundur Bernódusson, Guðmundur L. Hafsteinsson og Kristján Sveinsson og Siglingastofnun Íslands gefur hana út.
Í formála skrifar Hannes Guðjónsson, forstjóri Siglingar-stofnunar Íslands: Ekki þarf að vera í vafa um öryggis- og samfélagshlutverk vitaþjónustunnar. Ljós vitana leiddu skip heil til hafnar og tengdu byggðarlög og landshluta saman með því að vísa strandferðaskipunum veginn og hvert og eitt hérað á sína vita sem nú eru sýnilegur hluti af menningararfi okkar Íslendinga.
Þó að ný tækni hafi að sumu leyti komið í stað vitana halda þeir hlutverki sínu og mikilvægi.
Bjargtangaviti, sem er hér á mynd er yst á Bjargtöngum á Látrabjargi. Skilti með áletrun er utan á vitanum.
Gott væri að þjóðin fengi vita til að vísa sér veginn í komandi kosningum. Ekki veitti af og þá væri ekki síðra að drottinn sýndi okkur elsku sína með því að vísa okkur skrefin að kjöri sem færir okkur góða, sanngjarna og heiðarlega ríkisstjórn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.