27.2.2009 | 14:41
Undarleg framkoma
Þetta er stórundarleg framkoma við þá sem stóðu að stofnun Íslandshreyfingarinnar og voru á listum hennar í síðustu kosningum.
Hvernig dettur þessu blessuðu fólki í hug að menn sætti sig við að nokkrar menneskjur ákveði fyrir hönd þeirra sem skráðir eru í flokkinn að hreyfingin verði undirdeild í samfylkingunni?
Stjórnin, hver og einn stjórnarmaður getur fyrir sitt leyti heitið sf fullum stuðningi í komandi kosningum en svona vitleysa er út í hött.
Það verður hreinlega að leggja þennan flokk niður, afskrá hann en ekki, alls ekki gera hann að undirdeild í öðrum flokki.
Ég tel það yfirgang og tillitsleysi að bendla fólk sem var á listum flokksins við annan stjórnmálaflokk eins og stjórnin gerir nú.
Íslandshreyfingin verður aðili að Samfylkingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.