24.2.2009 | 14:38
Feigðarför forsætisráðherra
Össur talar um háskaför: "Segir Össur, að Höskuldur sé lagður af stað í háskalega för og það sé illt afspurnar fyrir Framsóknarflokkinn að hann sé lagstur í vörn fyrir seðlabankastjóra."
Hvers vegna er þessi árátta gagnvart seðlabankastjóra? Hvað gerir Sf þegar DO er farinn úr seðlabankanum. Hvað heldur þá öllum litlu flokksbrotunum saman. Einhver talar um að Davíð sé límið sem heldur samfylkingunni saman. Held að það sé rétt.
Minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er með eitt verkefni nú: að koma Davíð Oddssyni frá. Á meðan verður allt annað að bíða "betri tíma".
Framsóknarmenn fá aldeilis að heyra ljót orð fyrir "svikin" og Höskuldur má sitja undir því að sumir fréttamenn tala um hann sem svikara.
Mér virðist sem ríkisstjórnin hennar Jóhönnu sé í feigðarför. Henni er að fatast flugið og það logar í hreyfli. Farþegarnir hafa fulla ástæðu til að óttast. Hatrið hefur völd og það kann ekki góðri lukku að stýra.
Höskuldur í háskaför | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Össur hættu þessu bulli og þvaðri. Það er greinilega eitthvað í skírslunni sem þið hræðist. Höskuldur láttu Össur ekki buga þig hann er sjálfum sér verstur.
Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 14:47
Áráttan og persónugeringin í þessu máli er ríkust hjá þeim sem neita að sjá eða skilja að Seðlabanki Íslands er rúinn trausti, honum mistókst það hlutverk að viðhalda fjármálastöðugleika, varð gjaldþrota með 80% af viðskiptabankakerfinu og því er nauðsyn að gera þar breytingar rétt eins hjá Fjármálaeftirlitinu, embætti viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra og öllum viðskiptabönkunum. Þætti fólki allt í lagi ef Sigurjón Þ. Árnason, Hreiðar Már Sigurðsson eða Lárus Welding ættu að sjá um samskipti íslenska bankakerfisins við erlenda kröfuhafa og sannfæra erlenda markaðsaðila um að hér sé verið að byggja upp öflugt fjármálakerfi sem þeim sé óhætt að treysta?
Það eru efnislega og málefnalegar ástæður sem ráða því að gera verður breytingar í Seðlabankanum og fólk verður að fara að skilja að það hefur ekkert persónulega með bankastjórana að gera. Hatur eða einelti á ekki við í þessari umræðu. Hvaða hatur stýrði orðum nýs viðskiptaráðherra í umræðum um Seðlabankafrumvarpið? Eina þráhyggjan sem við blasir er einkennileg skjaldborg um einn einstakling sem komin er út yfir öll velsæmismörk með ásökunum um annarlegar hvatir í brjósti allra þeirra sem eru þeim ósammála.
Arnar (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.