29.1.2009 | 15:30
Ljót framkoma
Einhvern veginn hafði ég skilið það svo að stjórnvöldum væri í mun að halda sem flestum í vinnu. Það væri til hagsbóta fyrir heildina. Ekki gott að setja sem flesta á atvinnuleysisbætur. Ekki mikið pengingaflæði sem kemur út úr slíkum ráðstöfunum.
Langtíma atvinnuleysi er engum manni hollt. Hvorki fyrir heilsu, andlega og líkamlega. Og fjárhagslegt öryggi er í molum.
En þessu er ekki svo varið. Það er sagt upp í löngum röðum vinnufæru fólki. Og margir eiga yfir höfði sér að missa vinnuna. Búa við kvíða.
Er ekki hugsa til lengri tíma? Afleiðingar atvinnuleysis og hvað það kostar?
![]() |
Óskiljanleg harka Landspítala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og svo á þessi ákvörðun að hafa verið tekin fyrir ári síðan, hefði verið gott fyrir fólkið að fá að vita það strax, væri jafnvel löngu (fyrir kreppu) komið í annað og betra starf.
Matti (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.