Ljóð og líf

 

 Fjallið Skjaldbreiður

Jónas Hallgrímsson:

Heiðabúar! glöðum gesti

greiðið för um eyðifjöll.

Einn ég treð með hundi og hesti

hraun – og týnd er lestin öll.

Mjög þarf nú að mörgu hyggja,

mikið er um dýrðir hér!

Enda skal ég úti liggja,

engin vættur grandar mér.

 

Væri ekki gott að vera einn á ferð með hesti sínum og hundi.  Laus við sárindi og ömurleika Íslands nú?

"Týnd er lestin öll"  og hvað með það? 

Svik, svindl og prettir lestarmann samtímans, sem upp komst haustið  2008 er alveg nóg til að vera fegin að hafa þá ekki með í för framar.  En er það svo?  Hvað vitum við um það sem er að gerast í húmi nætur.  Í skugga háttsettra manna, sem líta framhjá glæpsamlegu verklagi manna sem vilja halda auði sínum og völdum.  Hvers vegna er enn haft við kjötkatlana fólk, sem við getum ekki treyst?  Og hvers vegna er ekki unnið fyrir opnum tjöldum?  Hvað með Birnu, Elínu, Sigurjón, Sigurð, Bakkabræður, Bónusprinsinn, já og manninn sem var handtekinn og látinn laus samdægurs, þrátt fyrir grun um stórfelld fjársvik?  Og alla þá sem hafa svkið okkur, þjóðina. Stím, þetta skítuga fyrirtæki er enn eitt áfallið.  Enn eiga eftir að koma ljótir hlutir fram í dagsbirtuna.  Og það svíður að sjá. 

Það eykur ekki trúverðugleika  í garð ríkisstjórnarinnar að sjá utanríkisráðherra skipa vinkonu sína sendiherra á sama tíma og þjóðinni blæðir og hæfileikaríkt atvinnulaust fólk fær ekki einu sinni færi á að sækja um þessa vinnu.  Og hvað með gjörðir Baldurs ráðuneytisstjóra?   Mátti hann bjarga eigin fjármunum?  Var það bara allt í lagi? Eða gerði hann það?  Er það í rannsókn?

En í fallinu eru möguleikar. " Mjög þarf nú að mörgu hyggja".  Hve satt er það. 

Þó erfitt sé að sjá hvað er til ráða má horfa til þeirra mörgu, sem láta ekki bugast og koma fram á vettvanginn með góðar hugmyndir og bjartsýni að vopni.  Höllum okkur að þeim og trúum á framtíðina.

Áfram Ísland.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband