8.1.2010 | 19:11
Litli, fallegi Æseifur Snær
Hann dafnar vel, fyrsta barn ársins. Nafn hans er Æseifur Snær. Hljómfagurt og grípandi. :
Fyrsta barn ársins kom í heiminn þegar tæp sekúnda var liðin af árinu 2010.
Barnið er skilgetið afkvæmi kreppunnar og leynilegra erlendra kröfuhafa og var það skilið eftir í lítilli myntkörfu á tröppum stjórnarráðsins snemma í morgun.
Það hefur hlotið nafnið Æseifur Snær.
http://baggalutur.is/
Áhrifarík frétt á síðu Baggalúts. Kom mér í gott skap og gerir mér auðveldara að lifa þessa vitleysu af.
Forræðisdeilan er hafin fyrir alvöru og frændi á Bessastöðum blandar sér í deiluna svo undir tekur í fjöllunum.
Frænkur og frændur í öllum flokkum snúast eftir því sem andríki þeirra gefur og illkvittni þeirra leiðir.
Litli Æseifur Snær brosir við heiminum og vill öllum vel.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.