Kröfur veruleikafirrtra manna

Menn gera kröfur í þrotabú Kaupþings.  Þeirra á meðal fyrrverandi starfsmenn.  Einn slíkur gerir kröfur um 244 milljónir. 

Ná þessir menn ekki jarðsambandi ennþá?

Finna þeir ekki að laun þeirra fyrir hrun voru gjörsamlega út fyrir allt velsæmi og alls ekki í takt við það sem eðlilegt getur talist.

Og hvar er ábyrgðin mikla?  Á hvers öxlum hvílir hún núna?:  Íslensks almennings.  Ekki fékk það fólk sérstaklega greidd há laun fyrir gríðarlega mikla ábyrgð.

Nú er almenningur látinn gjalda fyrir ósómann.

Lán er algjörlega sett á lántakendur.  Lánveitendur eru gjörsamlega stykkfrí.  Þó þessi "lán" séu komin langt fram úr öllu sem fólk samdi um í góðri trú.  Og með sérstaklega vinsamlegum leiðbeiningum bankasérfræðinga.

Hví ættu lánveitendur að sleppa algjörlega frá þessu hruni meðan þeir sem tóku lán eru látnir blæða  já og sumum alveg út?

Lýðræði? 

Vituð þér enn eða hvat?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl. Lady in Blue.

Það er laukrétt hjá þér að þeir eru veruleikafirrtir en það eru bara miklu fleiri sem eins er ástatt um, í stjórnkerfinu sem að leyfa þessum mönnum að ganga lausum.

Það var hefð að labba yfir almenning í mjög mörgum málum , hvað snerti eðlilega afkomu almennings, Og ef illa fór í stjórnuninni , þá borgaði  almenningur. þetta hefur alltaf viðgengst og skiftir ekki máli hvor var við völd Vinstri, hægri , eða samsteypustjórn og lengi má upp telja.

Það sem að gerir hlutina núna augsýnilegri er það að það klikkaði eitt í sápukúlu efnahagsundrinu. þeir gerðu ekki ráð fyrir . Alheimshruni á fjármálanörkuðum og voru eiginlega fyrstir sem lokað var á með veltuféð sem rúllaði spillingu þeirra og öllu ásetningsnbrotunum þeirra.

Það sem vantar hér í Íslenskt þjóðfélag er það að það þorir ENGINN STJÓRNMÁLANAÐUR EÐA KONA að ráðast að rót vandans, það eru svo margir bendlaðir við þetta á einhvern hátt ( það er mitt mat ).

  Spillingin í stjórnkerfinu í  hagkerfinu og svo dómskerfinu og sem meira er.

Í gegn um tíðina hafa Alþingisnmenn sett lög sem gera rannsókni og eftirlit skilvirkt......ÓMÖGULEGT !

Og það hefur verið liður í að komast undan refsingu, og svo eru óteljandi grá svæði í lagasetningum og lengi er upp hægt að telja .

Þetta var góð ábendig , en við þurfum að gera meira.

Snúa við öllu stjórnkerfinu, þó að upp gjósi.... illbær lykt.

Annars verður allt...... við það sama.

Og hvernig förum við að því ?

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 23:02

2 Smámynd: Auður Matthíasdóttir

Þakka þér,  Þórarinn.  Við erum öll , íslenska þjóðin  í sama báti.  Hann vaggar í óhugnanlegum öldum sem við ráðum ekki við.  En hyggjuvitið hlýtur að geta stýrt okkur út úr þessum öldudal.  við höfum áður séð  vondan vanda!  Eins og þú segir : Snúm öllu kerfinu við.  Það er það sem þarf.

Ný hugsun, ný viðhorf.

Kær kveðja

Auður Matthíasdóttir, 23.1.2010 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband