26.9.2009 | 15:04
Nýr spítali hvað?
Hvað er verið að tala um að reisa nýjan spítala meðan sparihnífurinn sker og sker burt það sem hingað til hefur þótt bæði nauðsynleg og sjálfsögð þjónusta við sjúklinga.
Í grein Elsu B. Friðfinnsdóttur formanns Félags ísl. hjúkrunarfræðinga , sem birtist í Mogga 25.09 (í gær) kemur fram eftirfarandi:
Framundan eru miklar breytingar á heilbrigðisþjónustu landsmanna, breytingar sem munu skerða þjónustu. Á yfirstandandi ári hefur stjórnendum í heilbrigðiskerfinu verið gert að skera rekstrarkostnað niður um 6,7 milljarða króna og enn meiri niðurskurðar er að vænta á næsta ári. Forstjóri Landspítalans (LSH) kynnti nýverið þær aðgerðir sem þar hefur verið gripið til og fyrir dyrum standa til að lækka rekstrarkostnað spítalans. Þar verður sólarhringsdeildum breytt í dagdeildir og göngudeildarþjónusta aukin. Það mun augljóslega fækka legudögum og þar með hafa veruleg áhrif á þjónustu við sjúklinga. Framundan eru miklar breytingar á heilbrigðisþjónustu landsmanna, breytingar sem munu skerða þjónustu. Á yfirstandandi ári hefur stjórnendum í heilbrigðiskerfinu verið gert að skera rekstrarkostnað niður um 6,7 milljarða króna og enn meiri niðurskurðar er að vænta á næsta ári. Forstjóri Landspítalans (LSH) kynnti nýverið þær aðgerðir sem þar hefur verið gripið til og fyrir dyrum standa til að lækka rekstrarkostnað spítalans. Þar verður sólarhringsdeildum breytt í dagdeildir og göngudeildarþjónusta aukin. Það mun augljóslega fækka legudögum og þar með hafa veruleg áhrif á þjónustu við sjúklinga. Sjúklingar sem áður voru taldir þurfa á innlögn að halda og hjúkrun allan sólarhringinn, fá nú aðeins þjónustu á dagvinnutíma. (Feitletrun mín) Þjónusta við þá er skert verulega. Loka á skurðstofum bæði við Hringbraut og í Fossvogi sem leiða mun til þess að sjúklingar þurfa að bíða lengur eftir aðgerðum. Mikill árangur hefur náðst undanfarna mánuði og misseri við að stytta biðtíma eftir hinum ýmsu aðgerðum og því munu þeir sem nú þurfa að bíða eftir meðferð vikum og jafnvel mánuðum saman líta á það sem skerðingu á þjónustu. Vinnuskipulagi starfsmanna á LSH verður breytt, tímabundnir ráðningarsamningar verða ekki endurnýjaðir, reglur um yfirvinnu verða hertar og mælst er til þess að starfsmenn taki út áunnið orlof. Allt eru þetta skiljanlegar ráðstafanir þegar krafist er lækkunar rekstrarkostnaðar en munu leiða til þess að færri verða á vakt á hverjum tíma til að veita sjúklingum þjónustu. Meðallegutími sjúklinga á LSH hefur styst sem þýðir að þeir eru veikari en áður, þurfa enn meiri og flóknari hjúkrun. Þegar hjúkrunarfræðingum og öðrum starfsmönnum á vakt fækkar er hætt við að þjónustan verði lakari, gæðin minnki og öryggi sjúklinga og starfsmanna jafnvel ógnað.
Þetta er óhugnanleg framtíðaráætlun og skiptir okkur öll miklu máli. Hvernig í ósköpunum á að senda fárveikt fólk heim að kvöldi og segja því að mæta aftur að morgni til að fá þá aðhlynningu og lækningu sem það þarfnast? Eiga sjúklingar að ferðast í leigubílum fram og til baka , kvölds og morgna. Ekki hafa allir bíl við hendina og ekki eru allir færir um akstur meðan læknismeðferð stendur yfir. Hvernig í ósköpunum er hægt að leggja upp með svona áætlun með fárveikt fólk í huga?
Mér finnst mun nær að huga að því að varðveita gæði þjónustu á þeim spítölum sem við höfum nú og láta byggingu nýja spítalans bíða BETRI tíma
Nýr Landspítali mun rísa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.