5.8.2009 | 22:40
Kling,kling, kistan tóm
Orð eru til alls fyrst. Stundum verður manni orða vant. Þegar veruleikinn er svo undarlega langt frá því sem maður á að venjast.
Hvað var að þessu fólki? Hvað gekk því til? Ekki var um að ræða "safna aurum, aura spara" en vissulega "eld að sinni köku skara."
Kaupþing, bankinn minn. Var undirlagður af fólki, sem var búið að missa sjónar á siðferðilegum gildum og fór offari í vegferð að "bættum fjárhag sínum".
Lán á lán ofan. Hamlaus græðgi réði för. Nenni ekki að nefna nöfn. Við þekkjum þau nú þegar of vel.
Ég bara segi eins og Jenný Anna bloggmeistari með meiru: OMG... og orga og missi meðvitund og æli og hendi öllu í vegginn sem hægt er og meiru til.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.