Eva vs. Valtýr

Það vekur athygli að Eva Joly ræðst að Valtý Sigurðssyni ríkissaksóknara af miklum krafti.  Heimtar að hann segi starfi sínu lausu.

Svar Valtýs:

„Mér sýnist þetta snúast um að hún hafi áhyggjur af því að ég hafi ekki nóg að gera, en þetta embætti hefur verið til í tæp 50 ár og það hefur haft ærin verkefni til þessa dags.

Þetta embætti fer með öll stærstu sakamál í landinu, nauðganir, manndrápsmál og meiriháttar fíkniefnamál. Það er ekki hennar hlutverk að tala niður til starfsfólks þessa embættis.“

Eiginlega verð ég að segja að ég skil ekki alveg hvers vegna Valtýr ætti að víkja úr starfi sínu.

Eins og Valtýr segir í Moggafrétt í dag:

 "ég er löngu búinn að segja mig frá þeim málum sem eiga að heyra undir embætti sérstaks saksóknara,“ segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari. "

Það væri fróðlegt að fá álit til þess bærra manna á réttmæti þessarar kröfu Evu.  Við sem ekki höfum næga yfirsýn til þess að taka undir með Evu en finnst orð Valtýs afar eðlileg og hans sjónarmið skiljanlegt værum þakklát slíkri skýringu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband