Kaldur kveðjukoss

Þá eru þau skilin að skiptum Geir og Ingibjörg Sólrún.  Undarleg voru skilnaðarefnin.  Forsætisráðherraembættið/verkstjóri var krafa Samfylkingar.  Ekki hægt að láta undan í því.  Þetta lyktar af tækifærismennsku.  Og fáránleika.  Til hvers að skipta um menn í stjórn þegar 100 dagar eru í kosningar? Nýir ráðherrarnir verða  varla búnir að ná áttum þegar  efnt  verður til kosninga.  En menn hafa náð þeirri prýðisgóðu aðstöðu að fá ráðherralaun í 3 mánuði og vinna sér  inn lífeyrisréttindi.  Sem sagt þetta kostar þjóðarbúið.  Hvar eru nú búhyggindi ISG? Mitt mat er að þetta sé hreint bruðl.  Enda ólíklegt að ný stjórn geri mikið af viti á þessum dögum til kosninga.  Hvers vegna í ósköpunum lá svona á? 

Quo usque tandem abutere, Catilina, patientia nostra

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband