Frjálshyggjan á fullu blússi

Það er ömurlegt að lesa um fyrirhugaðan niðurskurð í heilbrigðiskerfinu.  Mér verður illt við.

Og St. Jósefsspítali er sá spítali sem ég má ekki til hugsa að verði lagður niður.  Hvað halda menn að það kosti að leggja niður spítalann og taka niður skurðstofur og tæki. Breyta húsakynnum á alla enda og kanta.  Og senda framvegis þá sem þurfa aðgerð til Keflavíkur,  til að skurðstofur þar, þá komnar í einkaeign,  fái að njóta "viðskiptana".  Þannig blasir þetta nú við manni í augnablikinu. 

Hafnfirðingar, Garðbæingar og fleiri hafa notið góðs af St. Jósefsspítala sem og aðrir nágrannar.  Fyrir mitt leyti segi ég að þetta sé frábær spítali með frábæru starfsfólki. Og á góðum stað!

Mér virðist mikið af þessum fyrirætlunum vanhugsaðar af hálfu manns sem hefur sennilega enga þekkingu á því sem hann er að fást við.  Frjálshyggjan er hans leiðarljós.  Þvílíkt ljós. 

Hvar eru aðrir ráðamenn, þingmenn, forystumenn verkalýðsfélaga?  Landlæknir?  Læknafélagið? Önnur fagfélög heilbrigðisstétta?  Vonandi láta þau til sín heyra og andmæla þessum limlestingum á heilbrigðiskerfinu.  Já, við öll eigum að mótmæla.

Vonandi fer ráðherra úr stólnum með þessar áætlanir sem fyrst. 

Jón Bjarnason hefur látið í sér heyra og er það vel. Og þeir aðrir sem þegar hafa sagt sitt á móti þessum vafasömu fyrirætlunum eiga þakkir skildar.

 

 


mbl.is Skora á ráðherra að endurskoða afstöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Nú held ég að það hlakki verulega í frjálshyggjuplebbunum að geta loksins skorið niður í heilbrigðiskerfinu og komist upp með það. Þeir eru að notfæra sér ástandið til verka sem þeir hafa ætíð þráð að fá að vinna. Væri ekki skynsamlegra að leggja niður Varnamálastofnun sem kostar álíka mikið að reka á ársgrundvelli niðurskurðinn sem þegar hefur verið framkvæmdur á þjónustunni við heilsu þjóðarinnar (heilbrigðiskerfinu).

Þór Jóhannesson, 8.1.2009 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband