Vestfirsk fjöll og íslenskur veruleiki

Vestfirsk fjöll eru sérstök.  Í Arnarfirði er talað um vestfirsku Alpana. Hér er mynd af fjalli,  sem ég held Frá Hvestuað heiti Hvestunúpur.  Á þessu svæði  kom til tals að reisa olíuhreinsistöð. Ekki veit ég hvar það er í áætlunarbunkanum núna.  Sennilega neðarlega ef ekki bara horfið á burt.  Það er mér ekki tiltakanlega sárt enda er ég hrædd um að slík verksmiðja færi ekki þá blessun sem menn vonast eftir.

Nú finnst mér einhvern veginn sem ný hugsun eigi sér von.  Að við berum gæfu til að reisa úr læðingi nýtt og betra líf fyrir okkur öll.

Staðreyndin er að ekki færði "útrásin" svokallaða fólkinu á landsbyggðinni auðæfi og allsnægtir frekar en  fólkinu á höfuðborgarsvæðinu.  Útrásin færði því nákvæmlega ekkert nýtt.  Ekki einu sinni því að vegir væru lagaðir svo eitthvað kvæði að.  T.d. bíður enn vegarspotti í Þorskafirði þess að vera gerður akfær.  Og hér syðra beið Sundabrautin þrátt fyrir góðærið.   Og sparihnífurinn gnæfði yfir LHS, sjúkrahúsi okkar landsmanna þrátt fyrir svokallað góðæri.  Samt stóð til að reisa hátæknisjúkrahús.  Ég skil ekki hugsunina ef hún er/var þá nokkur.  Nú hefur  meira að segja verið ákveðið  innlagnargjald á þá,  sem leggjast þurfa inn á spítala. 

Þegar verið var að koma okkur þjóðinni í skilning um að við værum komin í (gjald) þrot var rætt um greiðan aðgang að aðhlynningu og aðstoð,  já og áfallahjálp.   Er það gleymt?  Það er svo stutt síðan.  Nú þykir við hæfi að krefja fólk um greiðslu við innlögn á spítala.

Reyndar tók það ótrúlega langan tíma að segja okkur hlutina og blaðamannafundirnir voru hræðilega misheppnaðir.  Sögðu ekki neitt og voru eiginlega  til þess að kviðinn og óttinn við óvissuna varð erfiðari.  Ég er hrædd um að þær þrengingar sem við göngum í gegnum  séu ekki góðar fyrir heilsu manna, atvinnumissir, tekjumissir, gjaldþrot og erfiðleikar sem slíkum þrautum fylgja..

Ég er afar ósátt við innlagnargjaldtöku og finnst hún lykta illa af frjálshyggju.  Hef fengið af þeirri hyggju nóg.  Og var ósátt fyrir.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband