3.1.2009 | 18:47
Athugasemd dýralæknis
Gott hjá Hönnu dýralækni að gera athugasemd við meðferð dýra í Kína.
Svar Cintamani er afskaplega þunnt og lítið sannfærandi.
Það ætti svo sem ekki að koma á óvart að meðferð dýra sé slæm þar í landi. Ekki er svo langt síðan kínversk yfirvöld létu skriðdreka aka yfir mótmælendur á Torgi hins himneska friðar. Þetta var ungt fólk, sem hafðist við í tjöldum á torginu meðan á mótmælunum stóð. Nokkur þeirra voru kramin undir skriðdrekunum. Hvaða virðingu/tilfinningar bera manneskjur, sem slíkt fyrirskipa, fyrir lífi og velferð manna og dýra? En þessa þjóð hafa íslenskir ráðamenn heimsótt af kappi og boðið heim með ofurkappi.
Og auðvitað er íslenskt sendiráð í Kína. Spara það burt.
Harma umfjöllun um Cintamani | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kínverjar stunda mikla nýsköpun í pyntingaraðferðum. Þeir pynta fólk fyrir að eiga ljósmynd af Dalai Lama eða ópólitíska bók eftir hann. Svo skjóta þeir börn og annað saklaust fólk sem mótmælir friðsamlega, því þeir líta á öll mótmæli sem ógn. Árið 1979 höfðu 1.2 milljón Tíbeta dáið af völdum innrásar kínverska hersins inn í Tíbet. Þeir hætta ekki að drepa fólk í Tíbet, þeir drápu yfir 200 manns þar árið 2008. Ég skil ekki afhverju íslensk stjórnvöld fordæma Ísrael en lýsa svo yfir stuðningi Íslands við stefnuna um "eitt Kína" á hinn bóginn. Tíbetar búa hvorki við frelsi né nokkur mannréttindi.
Matthías (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 11:44
Matthías.
Ég er sammála þér að það er langur vegur að hægt sé að tala um mannréttindi Tibeta. Það er hroðalegt að hugsa til þess sem þar fer fram. Mér finnst undarlegt að Ísland styðji Kína en veit að það er peningana vegna. Menn líta til gróðans sem viðskipti við stórþjóð geta gefið. En hefur græðgi gefið okkur góða raun?
Auður Matthíasdóttir, 4.1.2009 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.