Veikir og dauðvona hestar

Það tekur á að lesa um veikindi og dauða hestana, sem voru í beitarhólfi við bæinn Norðurgröf á Kjalarnesi.  Hraustir og vel haldnir hestar sem  ekkert amaði að. Þá skellur á salmonellusýking, sem veldur dauða þeirra á örskammri stundu.  Ég finn til með eigendum þeirra og votta þeim samúð mína.  Landeigandinn  er ekki síður í sárri stöðu.  Hann getur ekki að þessu gert en hestarnir voru  vissulega í hans landi og skiljanlegt að hann taki þetta nærri sér.


27.12.2008 17:47
21 hross dautt úr salmonellusýkingu

21 hross er nú dautt vegna salmonellusýkingar sem upp kom í hestastóði við Norðurgröf undir Esjurótum á sunnudag. Aflífa þurfti tvö hross í gærkvöldi, og þrjú í dag.

Sex dýralæknar gengu á milli hrossanna í morgun og gáfu þeim lyf og vökvameðhöndlun og verður sú meðferð endurtekin í kvöld að sögn Gunnars. Hann segir veikina mikið áfall fyrir eigendur hrossanna, bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt.

Sýkingarinnar varð vart sl. sunnudag er dauður hestur fannst í hjörð sem var á útigangi við Kjalarnes. Strax var athugað með restina af hjörðinni og kom þá í ljós að hestarnir, sem voru fjörutíu, voru flestir veikir. Hrossin voru þá flutt í hús í Mosfellsbæ þar sem hlúð hefur verið að þeim.

Gunnar Örn segir það skýrast á næstu tveimur sólarhringum hver framvindan verður. Nokkrum hesthúsum hefur verið lokað í hesthúsahverfinu í Mosfellsbæ vegna sýkingarinnar.

Gunnar segir að illa hafi gengið að fá fólk til að fylgja umgengisreglum sem dýralæknisembætti Gullbringu- og Kjósar-umdæmis setti. Of mikill umgangur sé af fólki í hesthúsahverfinu, þá er lausaganga hunda meiri en góðu hófi gegnir en hún var bönnuð strax í upphafi.

Það er ótrúlegt að  sýna slíkt kæruleysi að virða ekki til tilmæli  dýralækna um umgengisreglur í hesthúsahverfinu.

Þegar hestaflensan geisaði hér um árið voru menn verulega varkárir og tóku mark á leiðbeiningum dýralækna.  Hvers vegna eru menn svona kærulausir nú?

Salmonellusýkingin úr tjörnum

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband