Alnæmissamtökin 20 ára í dag

 

Samtökin eru 20 ára í dag.

Alnæmissa[1]..Samtökin voru stofnuð 5. desember 1988, tilgangurinn með stofnun þeirra var að auka þekkingu og skilning á alnæmi og styðja sjúka og aðstandendur þeirra.

Þeir sem að stofnun þessara samtaka stóðu var fólk sem vann eldhugastarf.  Fordómar og hræðsla var mikil og tortryggni gagnvart samkynheigðum mönnum ráðandi.

Ég varð þeirra gæfu aðnjótandi að vinna að stofnun þessara samtaka með frábæru fólki.  Vinnuaðstaða mín var í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg og yfirmaður minn var borgarlæknirinn í Reykjavík, Skúli Johnsen læknir, sem er látinn fyrir fáeinum árum.  Borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson studdi dyggilega við starf mitt og veitti mér brautargengi.  Báðum þessum mönnum er ég þakklát fyrir skilning og áhuga á málefninu.

Í Heilsuverndarstöðinni kynntist ég mörgum frábærum manneskjum, sem eru mér eftirminnilegar.

Samvinna við Samtökin '78 var afbragðs góð og ég gerðist félagi og sótt fundi þar sem mér gafst tækifæri til að ræða við fólk um þessi málefni.  Þorvaldur Kristinsson formaður var sérstaklega þægilegur maður í samstarfi og okkur samdi ágætlega.  Reyndar þykir mér alltaf vænt um samtökin og fólkið sem þar hefur unnið frábært starf.  Á Lindargötunni í gamla, góða húsinu átti ég margar góðar stundir með góðum félögum og skemmtilegum. 

Ég gríp hér niður í grein, sem við Guðni Baldursson skrifuðum í Morgunblaðið 5. des. 1989 á ársafmælinu:

"Á útmánuðum 1988 kom saman fólk sem starfaði á einn eða annan hátt í tengslum við HIV-smitaða einstaklinga og alnæmissjúka.  Það var einróma álit meðal þess að mikil þörf væri á félagi sem styddi við þá sem teljast til þessa hóps.  Í apríl kom hingað í heimsók á vegum Rauða krossins ungur alnæmissjúklingur, Bandaríkjamaður, að nafni Richard Rector.

Hann hélt fyrirlestur á Hótel Loftleiðum um sjúkdóminn alnæmi og félagslegar afleiðingar hans.  Þarna gafst fundarmönnum tækifæir til þess að skrá sig til þátttöku í að stofna samtök um alnæmisvandann.

Stofnfundurinn var svo haldinn þann 5. desember 1988."

Á þessu  tímamótum hugsa ég til þess fólks sem ég vann með  og reyndi eftir bestu getu að styðja í þess veikindum.  Sterkar og heilsteyptar manneskjur með frábært viðhorf til lífsins og dauðans.  Af þeim lærði ég mikið.  Og hef aldrei gleymt þessum góðum drengjum.

Margir komu að þessu málefni en ég verð að nefna Öryrkjabandalag Íslands og Odd Ólafsson  lækni, sem var mér hvatning og hjálp í starfinu. Landlæknir Ólafur Ólafsson, læknarnir Haraldur Briem, Sigurður Guðmundsson og Kristján Erlendsson voru sterkir félagar. 

Að öllum ólöstuðum var þó Guðni Baldursson minn besti félagi í samtökunum og okkar samvinna var mjög góð.  Hann var traustur og nákvæmur og alltaf tilbúinn að leggja lið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband