Glæpamenn

Því meira sem ég les um athæfi þeirra sem unnu/vinna í bönkum þessa lands þess meira er ég leið og sár og svekkt.

Símtalið þeirra Halldórs Bjarkars Lúðvígssonar og Lilju Steinþórsdóttur, sem birtist í Dv  þann 7. júní s.l. og var svo snilldarlega flutt í útvarpi er hrikalegt.

Ég minnist þess og er viss um að margir hafa sömu sögu að segja að þegar tilkynnt var um viðskipti Al-Thani við Kaupþing varð mér á orði:  undarlegt er þetta í alla staði og ekki er góð lyktin.

Og hvað kemur í ljós.  Algjör gjörsamlegur hryllilegur glæpsamlegur verknaður.

Maður með barnsandlit er sennilega algjör glæpon.  Og Sigurður Einarsson er sennilega ennþá verri. 

Hvað kom þessum ungu mönnum á þessa hryllilegu braut?

Þá vil ég enn og aftur gangrýna að Arion banki hylmi yfir með afbrotamanninum Ólafi Ólafssyn.

Í fullri alvöru þá spyr ég Arion bankamenn:  Hvað gengur ykkur til?  Er ekki komið nóg af svikum og prettum.

Græðgin er sennilega versta svipan sem lendir á mönnum.  Hún fær aldrei nóg. Er sífellt að krefja um meira og meira.  Eftir því sem árangurinn verður meiri þá aukast kröfurnar um enn meira. 

Í trylltum dansi kringum gullkálfinn hverfa mönnum öll heiðarleg viðmið.  Krafan um meiri gróða verður öllu öðru yfirsterkari og samkeppni við aðra í sama dansi verður víma og sterkari víma og ræður  endanlega öllu.  Skynsemi og yfirvegun, heiðarlegar tilfinningar og atgát hverfa í gullvímunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband