16.5.2010 | 22:43
Fýluframboð í Garðabæ
Prófkjör Sjálfstæðismanna í Garðabæ fór fram fyrir nokkrum vikum. Úrslit voru voru afgerandi og menn skoðuðu listann vel. Úr varð að efsti maður skipti við dömu og tók 6. sætið. Flott hjá honum. Önnur dama, sem varð heldur neðar en hún hafði til ætlast neitaði að taka sæti á listanum og er nú komin í sérframboð.
Tapsár telpa.
Garðabær stendur alveg ágætlega og við getum verið stolt af okkar fólki. Engar kollsteypur í okkar bæ.
Samfylkingin í Reykjavík ætti að hugsa sinn gang þegar menn þar á bæ nota atvinnuleysi og úrræðaleysi sem dæmi um lélega stjónrsýslu. Það er bara það sem ríkisstjórnin þeirra og VG hefur sýnt síðan þeir komust til valda.
Athugasemdir
ef ég tæki þátt í prófkjöri og enda í 6. sæti þá húrra fyrir mér. högðinglega gert að bjóða mér að taka fyrsta sætið en aumt af mér að þyggja!
áfram stjarnan!
Þór Ómar Jónsson, 17.5.2010 kl. 00:16
Nokkuð til í þinni athugasemd. Sá sem svona býður er hreinlega höfðingi. Bara svona er það. Maðurinn er flottur, hreinn og beinn. Enda hefur hann verið stoð og stytta okkar í bæjarmálunum um langt skeið.
Auður Matthíasdóttir, 17.5.2010 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.