Færsluflokkur: Lífstíll

Byrjuð að blogga

Þá er teningnum kastað.  Byrjuð að blogga.  Hef lesið annarra blogg mér til ánægju og yndisauka lengi lengi.  Er forvitin manneskja og langar að fylgjast með því sem er að gerast í kringum mig.  Ekkert er mér óviðkomandi og ég hef áhuga fyrir næstum öllu sem hægt er að hafa áhuga fyrir.

Ísland er uppáhalds landið mitt og Vestfirðir flottastir.

Hestar eru dásamlegir og guð var í sínu besta skapi þegar hann skapaði þá.

Kettir og hundar eru í sér flokki.

Kindur eru ótrúlega fríðar.

Kýr eru alveg sérstakar skepnur.

Karlmenn eru líka ágætir.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband