Vinstri hjörtu og Davíð

Vinstri hjörtun skjálfa sem aldrei fyrr.

Merkilegt hve fólk metur aðstæður og ástand í landinu misjafnlega. 

Nýir ritstjórar eru ráðnir á Morgunblaðið.

Margir þar á meðal  bloggarar eru næstum að kafna yfir því.

Þjóðin hefur haft vinstri stjórn í nokkra mánuði.  Sú stjórn virðist ekki geta hugsað um nema eitt í einu.

Ekki eru  menn/bloggarar  að kafna yfir því.

Er ekki mun alvarlegra að stjórnin sem nú situr hefur EKKI aðhafst neitt til hjálpar heimilum landsins og atvinnurekendum enn sem komið er.

Allt snýst þar  um ESB og Icesave.

Forsætisráðherra er í feluleik:  Sé ekki, heyri ekki og tala ekki.  Hef svooo mikið að gera.

Aðrir ráðherrar virðast ekki hafa neitt til málanna að leggja. 

Nema Steingrímur Sigfússon, sem hefur staðið sig vel.

Þau hin eru bara  stikkfrí og í himnasælu með kaup og kjör.

Best að fara bara í bío eða þannig.  T. d. í Kanada eða hvað!

Vonandi munu nýir ritstjórar Morgunblaðsins  veita stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur það aðhald sem hún þarf.

Flugið hennar Jóhönnu er orðið algjör skelfing fyrir okkur farþegana og kominn tími til að flugturninn kalli hana inn til lendingar áður en allir horfa fram á algjört banaslys.

Morgunblaðsmenn.  Megi ykkur vegna vel.

Það er þungur róður framundan en blaðið hefur verið okkur mikilvægt áratugum saman og það er von mín að takist að halda því svo áfram.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl.

þú getur ekki lýst þessu betur...........þetta er bara satt !

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 23:30

2 Smámynd: Auður Matthíasdóttir

Sæll Þórarinn.

Takk fyrir þín orð.

Kær kveðja

Auður

Auður Matthíasdóttir, 25.9.2009 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband