Vont mál og sorglegt

Agabrot eða siðferðisbrot.  Ekki finnst mér leikmanninum vera stór munur þar á. 

Hitt veit ég að unglingsstúlkur eru viðkvæmar fyrir því hvernig þeim óviðkomandi menn/konur snerta þær.  Þær hafa gjarnan ákveðinn radius sem ekki skal fara innfyrir. (Byggi á eigin reynslu og  annarra, sem ég þekki). 

Þetta eiga menn eins og séra Gunnar að vita og virða.   En þarna virðist vera brestur í hans sinni.

Mikil nánd er yfirþyrmandi og jafnvel ógeðsleg, þegar ekki er gagnkvæm tilfinning til slíks. Og getur valdið hræðslu og mikilli andúð.

Hinu trúi ég og það er, að séra Gunnar sé prýðis prestur, góður maður og hæfileikamaður á margan hátt.

Væri ekki millivegurinn bestur.  Prestur komi aftur til starfa en komi ekki að starfi með unglingunum.

Mörg sóknarbarna sakna hans eins og fram hefur komið í fréttum af þessu máli.   Verður ekki að virða þeirra sjónarmið?

Og hlíta dómi: Séra Gunnar var sýknaður í héraðsdómi og féllst Hæstiréttur á þá niðurstöðu.

 


mbl.is Siðferðisbrot en ekki agabrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jæja, næst þegar einhver gömul kona faðmar að sér barn, á þá að kæra hana fyrir barnaníð. Þú ert basically að biðja um það. Þú ert einstaklega sjúk manneskja!!!

    Hvernig væri að sýna smá skynsemi, og ekki útdeila hatri sem er greinilega nóg af í þínu hjarta.

Edvald (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 20:36

2 identicon

Ætli ég verði ekki að taka til baka síðustu setninguna. Las þetta ekki nóg yfir.

   Aftur á móti stend ég við fyrri setninguna. Hvernig í ósköpunum á presturinn að geta búist við því að koss á kinn og faðmlag sé einhver viðbjóður. 

      Þetta er ógeðslegt mál, og með hreinum ólíkindum að Mbl.is leyfi bloggurum að rugla um þetta mál.

    Þetta þjóðfélag er ekkert minna en helsjúkt ef fólki finnst þetta mál vera alvarlegt!!!!!!

Edvald (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 20:52

3 identicon

það væri athyglisvert að sjá skrif aftur frá þér Edvald eftir að dóttir þín kemur grenjandi heim eftir samskipti sín við sóknarprestinn!!!!!! einhvern veginn held ég að þú myndir tjá á annan hátt um svona mál

snorri (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 09:54

4 identicon

Snorri,

   Þú getur ekki látið þetta svona upp. Öll mál eru einstök, og ekki hægt að alhæfa mikið. 

    Það er allavega eitt sem ég veit, ekki af persónulegri reynslu, en bara sem huglægt mat, að það þarf stundum ekki mikið til að græta suma

                Snorri, þetta snýst stundum um almenna skynsemi, en ekki heift. Þetta mál er bara þannig vaxið að það er ekki alvarlegt. Það á ekki að láta dómskerfið fjalla um svona mál. Þegar fullt af alvarlegri málum liggja fyrir. Bara með því að lesa þetta svokallaða moggablogg, get ég bara ímyndað mér fullt af fólki sem myndi notfæra sér svona mál til að fá e-a útrás.........

Edvald (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband