1.9.2009 | 22:01
Orð í tíma töluð.
Gott er að fá skrif sem þessi birt í þekktu dagblaði eins og die Zeit, vefsíðu.
Það má með sanni segja að hegðun Breta og Hollendinga er alls ekki sæmandi.
Stórþjóðir og gamlar nýlenduþjóðir ráðast að smáríki sem að mannfjölda er eins og hverfi í stórborg þessara landa.
Hvar voru þessar þjóðir á vaktinni þegar íslensku bankabjánarnir komust upp með ofurgræðgi sína? Áttu þær ekki að skoða betur gang mála og hversu öruggt var að leggja inn á Icesave með háu vextina?
Var ekki allt í lagi með þetta lið að skoða ekki betur þegar bjánarnir "fjárfestu" í öllu mögulegu og ómögulegu í þessum löndum og víðar.
Þessir gaurar brugðust en maður hefði ætlað að þeir væru klárari, hoknir af reynslu í fjármálageiranum.
Frétt af mbl.is
Hegðun Breta og Hollendinga ekki sæmandi
Hegðun Breta og Hollendinga ekki sæmandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.