Lýður byggir yfir sig

Í Mogga í dag:

Miklar framkvæmdir í Fljótshlíðinni

MIKLAR framkvæmdir eru nú á jörðinni Lambalæk í Fljótshlíð en þar er að rísa hið reisulegasta hús á tveimur hæðum.

Það er alveg rosalega mikið 2007 í þessari frétt.  Fleiri hundruð fermetra sumarhús, 300 fermetrar að grunnfleti og 800 fermetra kjallari.  FLOTT skal það vera.  Eða hvað?  Smekksatriði.

Lýður Guðmundsson stjórnarformaður EXISTA, annar helsti eigandi Bakkavarar Group stendur að byggingunni segir í fréttinni ( onundur@mbl.is).

Eru þessir menn ekki enn lentir eftir hrunið?  Finnst þeim virkilega í lagi að ganga svona langt í bruðli og vitleysisgangi fyrir augum landa sinna.  Hafa þeir enga tilfinningu fyrir aðstæðunum?

Hópur iðnaðrarmanna er að störfum. Þeir eru a.m.k. ekki atvinnulausir á meðan en ætli þeir fái ekki launin greidd fyrirfram.

Ef til vill kemur mér og öðrum þetta tilstand Lýðs  bara ekkert við.  

Fólk missir húsnæði, sumarhús, bíl,  vinnu, sparifé. Ellilífeyrisþegar eru þegar látnir gjalda fyrir tjónið sem dynur á þjóðinni.  Sumir verða að að hefja 100% vinnu á ný, orðnir 67 ára og voru með  aðra áætlun um framtíðna. Um það var fjallað nýlega í mbl.  Fjöldi  frétta sem  segja frá óförum fólks í kjölfar hrunsins.  Og þá verður frétt eins og þessi um óhóf eins og Lýður leyfir sér afar vond lesning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband