24.6.2009 | 00:28
Of önnum kafin frú
Er hlaupinn ofmetnaður í frúna?
Vonandi er þetta ekki einskonar græðgi.
Hélt að hún hefði alveg nóg að gera.
Og að þokkaleg laun séu henni tryggð.
Mér þykir þetta allavega ekki ánægjuleg frétt.
Eva mætir hér mánaðarlega ef ég skil það rétt.
Og vill hafa skrifstofu og alles.
Og segist hafa ráð undir rifi hverju um allt og alla.
Af hverju í ósköpunum er hún þá ekki hér í nægilega langan tíma til að koma hlutunum af stað .
Og lætur verkin tala.
Eva Joly: Botninum ekki náð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eva hefur gefið það út að hún geti ekkert aðhafst meira fyrr en ríkisstjórnin sjálf leggur metnað (peninga og starfsfólk) í hugsjónir sínar.
Skil það vel að hún hristi hausinn yfir íslendingum og taki að sér starf annarsstaðar. Manneskjan var hingað fengin til að sannfæra þjóðina að allt væri gert til að ná þjóðinni á flot aftur en allt er það á yfirborðinu.
Fáum Evu aftur til Íslands þegar þjóðin er gjörsamlega komin í kamarinn og við h-höfum engin önnur hús að vernda. The Icelandic style.
Stefán Atli (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.