19.6.2009 | 23:02
Straumendur
Straumönd (fræðiheiti: Histrionicus histrionicus) er fugl af andaætt. Straumönd er staðfugl á Íslandi og verpir um nær allt land, en mest í kringum Mývatn. Þar er líklegasta þéttasta straumandarvarp í heimi. Straumendur eru alfriðaðar.
Ljósmynd: Kristinn Vilhelmsson. Myndin tekin í Trostansfirði
Straumendur eru kafendur. Auk þeirra eru kafendur sem verpa við íslensk vötn duggönd, skúfönd, hávella, hrafnsönd og húsönd. (Rit Landverndar 8. Andfuglar og aðrir vatnafuglar. Arnþór Garðarsson).
Straumendur eru yndislegar endur og sérlega ánægjulegt að fylgjast með þeim. Þær hafa verið mér til yndisauka árum saman í Trostansfirði. Það er mér og okkur öllum mikils virði að í hávegum sé haft að þessar endur eru friðaðar og að það ber að VIRÐA.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.