Góður dagur

 

Fuglaskoðun Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Fuglaverndar í Höfðaskógi og við Hvaleyrarvatn
kl. 10:00
Laugardaginn 6.júní.

Og við þangað. 

Gangan hófst frá  gróðrarstöð Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, Þöll og gengið var í hring um skógræktarsvæðið að Hvaleyrarvatni.

Það var vel mætt. Held  að við höfum verið  um fjörtíu til fimmtíu manns.

Konur, karlar og lítil , stillt og  skemmtileg börn.

Leiðsögumenn voru Steinar Björgvinsson garðyrkjufræðingur og Einar Ó. Þorleifsson náttúrufræðingur.

Frábær ganga.

Við sáum marga fugla en þegar svo  margir eru í fuglaskoðun er ólíklegt að sjá alla þá fugla sem  sem vænta má.

Meðal fugla í skóginum sem búast má við að sjá eru glókollur, músarrindill, krossnefur, auðnutittlingur, svartþröstur, skógarþröstur, stari, maríuerla og þúfutittlingur.

Við sáum þá alla nema krossnef.   Einn taldi sig hafa séð krossnef en því miður bara hann einn.

Úti á vatninu voru duggendur, óðinshani, stokkönd og skúfönd.  Jú og sílamáfur.

Upplifun að sjá glókoll.  Og meira að segja hreiður hans og við sáum þegar hann mætti með gogginn fullan af æti fyrir ungana og snaraði til þeirra að á örskotsstund.

Við vorum kát.  þetta var góður dagur.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Matthíasdóttir

Auðvitað voru hrossagaukar  á fullu að merkja sér svæðið. Og kannski voru  skógarsnípur þarna hæverskar og nákvæmar.  Koma ekki fram nema á ákveðnum tíma. Hafa annan hátt á en hrossi sem er hávær og áberandi með vængjaþyt sinn og hvella rödd..

Auður Matthíasdóttir, 7.6.2009 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband